Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Faxi

Fossinn Faxi

Tungufljót á upptök sín í Sandvatni og fyrsta spölinn heitir hún Ásbrandsá en Tungufljót, þegar hún  kemur í byggð. Fjöldi lækja rennur til hennar á leiðinni að ármótum við Hvítá þar sem heitir Tunguey, skammt norðaustan Laugaráss og Skálholts.

Ofar í fljótinu, skammt sunnan gömlu brúarinnar, er fallegur foss í Tungufljóti, sem flestir aka fram hjá, þótt hann sé merktur á Biskupstungabrautinni. Vegurinn að honum er örstuttur og hann sést fyrst, þegar komið er alveg að honum. Ofan fossins er fornt vað og fjárrétt. Það er upplagt að æja þarna í góðu veðri.

Tjaldsvæðið við Faxa er á bökkum Tungufljóts, við fossinn Faxa og Tungnaréttir.

Þjónusta í boði
Veitingahús
Eldunaraðstaða
Sundlaug
Salerni
Gönguleiðir

Myndasafn

Í grennd

Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274,…
Reykholt Biskupstungum
Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja ö…
Tungufljót í Árnessýslu
Tungufljót er vestari mörk Biskupstungna í Árnessýslu. Undanfarin ár hafa menn verið að þreifa sig   áfram með veiði í Tungufljóti og Veiðisport á Sel…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )