Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tungufljót í Árnessýslu

Tungufljót er vestari mörk Biskupstungna í Árnessýslu. Undanfarin ár hafa menn verið að þreifa sig   áfram með veiði í Tungufljóti og Veiðisport á Selfossi hefur haft veg og vanda af því. Þarna er veiddur staðbundinn silungur, bæði urriði og bleikja, sem getur orðið talsvert vænn. Veiðin er öll ofan Faxa og upp fyrir brú á þjóðvegi 35 við Geysi. Einnig þverár Tungufljóts, Einholtslækur, Laugá, Beiná og Almenningsá. Tungufljót og þveránar eru veidd með 8 stöngum og leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Lax-á tók við Tungufljóti sem byggist fengsældin algerlega á gífurlegum gönguseiðasleppingum, sem hófust fyrir nokkrum árum og hafa færst verulega í vöxt. Á þriðja þúsund laxar veiddust samtals árið 2008 .

Fyrstu drög árinnar voru frá Langjökli og Ásbrandsá úr Sandvatni. Magn vatnsins frá hvorum stað var mismikið eftir árstímum, þannig að hún var næstum kristaltær bergvatnsá, þegar leysingar frá jökli naut ekki við.

Síðan Hagajökull hopaði eftir röð framhlaupa fyrir aldamótin 2000, hefur áin verið tær. Tungufljótsnafnið tekur við, þegar áin kemur neðar á Haukadalsheiði og hún hverfur í Hvítá í grennd við Bræðratungu. Fyrsta brúin yfir ána var byggð í tilefni opinberrar heimsóknar Friðriks VIII árið 1907. Þessi trébrú stóðst ekki hlaup, sem varð í ánni árið 1929.

Næsta brú var líka göngubrú, sem var gerð bílfær árið 1966. Brúin ofan Faxa var byggð 1929 og gerð upp árið 2000. Hún mun vera meðal elztu standandi brúa á landinu. Rétt ofan við fallega fossinn Faxa er Tungurétt, sem er örskammt frá þjóðveginum og margar aka fram hjá án þess að kynnast þessum friðsama og fallega reit.

Margar þverár Hvítár eru meðal góðra laxveiðiáa landsins og laxastigi, sem var byggður upp með Faxa, virðist ekki duga til að laxinn gangi upp fyrir fossinn, þannig að Tungufljótið var ekki meðal þeirra. Við  Faxa er nú laxastigi hvað geris í Tungufljót þá !!!

Myndasafn

Í grennd

Faxi
Fossinn Faxi Tungufljót á upptök sín í Sandvatni og fyrsta spölinn heitir hún Ásbrandsá en Tungufljót, þegar hún  kemur í byggð. Fjöldi lækja rennur …
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )