Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarás

Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási er læknasetur uppsveitanna. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í nágrenni Laugarás og má t.d. nefna hið forna biskupssetur Skálholt, einn af merkustu sögustöðum landsins. Þar sátu biskupar frá 1056 til 1803 og þar er skóli, sem nú er nýttur til námskeiðahalds.

Stutt er í eina af þekktustu laxveiðiá landsins, „Iðu”, ármót Stóru og Litlu Laxár annars vegar og Hvítár hins vegar, en einnig býðst veiði í Brúará en hún ber nafn af horfnum, náttúrulegum steinboga yfir ána, sem létti fólki leiðina yfir hana. Bryti nokkur í Skálholti braut hann niður að undirlagi einnar húsfreyjunnar að Skálholti til að minnka gestanauð á staðnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 90 km.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Flúðir
Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæð…
Fólk við ferjustaði á Iðu
Rætt við Ingólf Jóhannsson og Margréti Guðmundsdóttur á Iðu viðtalið tók Geirþrúður Sighvatsdóttir og það birtist í Litla Bergþór í desember 1995 …
Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274,…
Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirk…
Hvítárbrú hjá Iðu
Hvítárbrú hjá Iðu, eða Iðubrúin, eins og hún er kölluð alla jafna, skipti. í ýmsu tilliti, sköpum fyrir  Laugarás og reyndar flesta íbúa uppsveitanna…
Kerið
Kerið í Grímsnesi er nyrztur gíghóla, sem nefnast Tjarnarhólar. Það er sporbaugslaga, 270 m langt og allt að 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og …
Launrétt, Laugarás
Í Launrétt endar Launréttarholtið í allháum bergvegg sem blasir móti stakstæðum klettum eða steinum og saman myndar þetta hina margnefndu rétt. En til…
Reykholt Biskupstungum
Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja ö…
Skálholt kirkja
Skálholt var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess að vera mennta- og meinnigarsetur.   biskup landsins, Ísleifur Gissurarson, setti…
Skeið
Skeið á Suðurlandi Svæðið milli Flóa og Stóru-Laxár og Þjórsár og Hvítár er kallað Skeið. Landslagið er flatt og mýrlent og undirstaðan er víðast hlu…
Slakki
Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum. Þar er boðið uppá Veitingar og minigolf of fl. Opnunartími: Apríl og Maí…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Vörðufell
Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )