Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vörðufell

Vörðufell

Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.

Til er saga um ungan mann, sem gerði sér flugham úr fuglafjöðrum og tókst að svífa úr hlíðum fjallsins yfir að Skálholti, þar sem þáverandi biskup sá ástæðu til að banna honum frekari tilraunir á þessu sviði, þar sem mönnum væri ekki ætlað að fljúga.
Var þetta fyrsta flugið !!!!

Útsýnið ofan af Vörðufelli er afbragðsgott á góðum degi og sífellt fleiri leggja leið sína þangað.

Algeng gönguleið er á Vörðufellið og hefst hún við bæinn Birnustaði. Þaðan verður gengið að Úlfsgili. Leiðin liggur síðan upp gilið þar sem sjá má gamalt vatnsveitumannvirki og fallega fossa. Þaðan er gengið á hæstu tinda fjallsins og skyggnst um sveitir. Leiðin liggur síðan norður eftir fjallinu og endar við bæinn Iðu, þar sem var ferjustaður við Hvítá allt þar til áin var brúuð árið 1957.

Vegalengd er 10 km. Hækkun 350 m. Göngutími er 5-6 tímar.

Önnur algeng leið sem er rétt vestan bæinn Iðu þar er mert býlastæði. Þar hefst gangan, tekin stefnan á Nóngilið og þar upp á fjallið, gengið er góðan hring umhverfis Úlfsvatn og niður aftur um Valagil.  Þetta er létt ganga og við flestra hæfi og ætlum við að njóta en ekki þjóta í þessari ferð. Göngutími er 3-4 tímar.

Vörðufell tilheyrir að hluta að Skeið og Gnúpverjahreppi og líka að hluta Bláskógabyggð.

Myndasafn

Í grennd

Hvítárbrú hjá Iðu
Hvítárbrú hjá Iðu, eða Iðubrúin, eins og hún er kölluð alla jafna, skipti. í ýmsu tilliti, sköpum fyrir  Laugarás og reyndar flesta íbúa uppsveitanna…
Laugarás
Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási …
Skálholt kirkja
Skálholt var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess að vera mennta- og meinnigarsetur.   biskup landsins, Ísleifur Gissurarson, setti…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Úlfsvatn, Vörðufell
Upp á Vörðufell er vatnið Úlfsvatn.  sem reynt var að sleppa í silungi en (án árangurs ? göngu menn hafa  silung vara þar, en hvað um það !!). Afrenns…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )