Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítárbrú hjá Iðu

Iðuferja
Mynd: Ferjumenn frá Iðu

Hvítárbrú hjá Iðu, eða Iðubrúin, eins og hún er kölluð alla jafna, skipti. í ýmsu tilliti, sköpum fyrir  Laugarás og reyndar flesta íbúa uppsveitanna.  Stærstu rökin sem notuð voru fyrir þessari brúarbyggingu fólust í bættu aðgengi íbúanna að læknisþjónustu, en árið 1923 var aðsetur læknisins í Grímsneshéraði flutt í Laugarás.  Héraðið sem lækninum var ætlað að þjóna var afar stórt: allir þeir hreppar sem taldir eru tilheyra uppsveitum Árnessýslu. Gamla brúin á Brúará hjá Spóastöðum, byggð 1921

Á þessum tíma var nýkomin brú á Brúará hjá Spóastöðum (1921), en þar hafði verið straumferja frá því      skömmu eftir aldamótin. Önnur brú var á Brúará ofan Reykja.  Það var hinsvegar snúnara að komast yfir Hvítá. Á svæðinu milli Ölfusárbrúar og Brúarhlaða var engin brú, aðeins ferjur, þar af tvær hjá Laugarási, Auðsholtsferja og Iðuferja.  Brúin á Ölfusá var vígð 1891 og var stærsta brú landsins. Brúin við Brúarhlöð var trébrú sem var byggð í tilefni konungskomunnar 1907. Varanlegri brú var sett þar 1930.

Þegar læknissetrið var flutt í Laugarás voru ekki í umræðunni, svo séð verði, hugmyndir um brú á Hvítá hjá Iðu. Um aldir hafði verið lögferja á ánni milli   Iðuhamars og Skálholtshamars (Laugarásmegin). Einnig var lögferja á Hvítá  við Auðsholtshamar.  Þeir sem leita þurftu læknis af Skeiðum og Eystri-Hrepp (Gnúpverjahreppi) þurftu að nýta ferjuna hjá Iðu og íbúar Ytri-Hrepps (Hrunamannahrepps), Auðsholtsferju. Auðvitað nýtti læknirinn einnig ferjurnar til að komast í vitjanir á bæi í þessum hreppum og má nærri geta að ferðir hans í vitjanir hafa oft tekið á, ekki aðeins vegna þess að notast þurfti við ferjurnar í öllum veðrum, heldur voru samgöngutækin að öðru leyti hestar.  Í minningarorðum um Óskar Einarsson, lækni, sem starfaði hér í rúmt ár (1923-4),

Iða
Mynd tekin frá Iðu í Laugarás um 1930

Þegar upp er staðið var læknishéraðið umkringt óbrúuðum ám, utan brúarinnar sem kom á Brúará hjá Spóastöðum 1921.

Læknirinn sem tók við af Óskari var Sigurmundur  Sigurðsson, sem var læknir í Laugarási frá 1925-1932. Á hans starfstíma kom brú á Tungufljót (1929) og ný brú við Brúarhlöð (1930). Við af honum tók Ólafur H. Einarsson, sem var héraðslæknir í 15 ár, eða til 1947. Þá tók Knútur Kristinsson við og hans tíma lauk tveim árum áður en Hvítárbrúin var opnuð. Jón G. Hallgrímsson tók við af honum, en hvarf á braut nokkrum mánuðum fyrir opnun brúarinnar árið 1957. Þannig var það Grímur Jónsson sem fyrstur lækna í Laugarási gat brunað í vitjanir um allar trissur, en hann var læknir í Laugarási um 10 ára skeið.

Helstu upplýsingar

Brúin er 109 m. löng hengibrú með steyptu gólfi og er breiddin 4,1 m. innan bríka.
Brúin er reiknuð fyrir 18 tonna vagn dreginn af 9 tonna vagni og einnig 350 kg. þunga á hvern fermetra brúargólfs.

Í hvorri brúarhlið eru 6 strengir er bera brúna. Hver þeirra vegur um 5 tonn og er röskir 6 cm. í þvermál.
Turnstoðirnar eru 16,8 m. háar.
Strengir og stál í yfirbyggingu brúarinnar var smíðað hjá Dorman Long & Co. í Englandi.

Magn efnis sem notað var við brúargerðina:

Fyrir turnstoðum og akkerum voru sprengdir 950 rúmmetrar.
Steyptir voru alls 1760 rúmmetrar.
Í steypuna fóru 570 tonn af sementi.
Notuð voru 70 tonn af steypustyrktarjárni.
Í mót og verkpalla voru notuð 5200 rúmfet af timbri.
Strengir og stál í yfirbyggingu vógu 198 tonn.

Smíði brúarinnar í stuttu máli

1951, um haustið, var byrjað á byggingu brúarinnar, og þá sprengt fyrir turnstoðum og akkerum.
1952 var ekkert unnið við brúargerðina.
1953 voru byggðir turnar og akkeri að sunnanverðu.
1954 lágu framkvæmdir við brúna niðri vegna verkfræðingadeilunnar.
1955 voru turnar og akkeri byggð norðan árinnar.
1956 var ekkert unnið við brúna sökum langs afgreiðslutíma á stáli í yfirbyggingu brúarinnar.
1957 hófust framkvæmdir við uppsetningu brúarinnar í ágústbyrjun.

Fyrsti bíllinn ók yfir brúna 21. nóvember, en vegna vinnu við vegfyllingar við brúna var ekki hægt að opna hana fyrir almenna umferð fyrr 12. desember. Hún var þó ekki opnuð formlega, eða vígð fyrr en í desember 2017, þegar hún hafði verið í notkun í 60 ár, en sú opnun var að frumkvæði og í höndum íbúa við brúna.

Þeir sem hönnuðu brúna og stýrðu brúarsmíðinni.

Árni Pálsson yfirverkfræðingur teiknaði brúna ásamt Helga H. Árnasyni verkfræðingi. Hafði sá fyrrnefndi yfirumsjón með framkvæmd verksins en daglegt eftirlit á vinnustað höfðu verkfræðingarnir Helgi H. Árnason, Snæbjörn Jónasson og Karl Ómar Jónsson.

Aðalverkstjórar við byggingu turnstoða og akkera voru Sigurður Björnsson frá 1951—55 og síðar Kristján Guðmundsson.

Við uppsetningu brúarinnar haustið 1957 var Jónas Gíslason aðalverkstjóri.
Burðarþolsprófun vorið 1958

Vorið 1958 var brúin burðarþolsprófuð og glöggt má sjá á sveigju brúargólfsins að þarna var um að ræða  idubru-(9-of-41).jpg umtalsvert hlass. Mynd frá Vegagerðinni.
Vorið 1958 var brúin burðarþolsprófuð og glöggt má sjá á sveigju brúargólfsins að þarna var um að ræða umtalsvert hlass. Mynd frá Vegagerðinni.

Brúin er gefin upp fyrir burðarþol, sem svarar til þess að tveimur vögnum sé ekið samtímis yfir hana, öðrum 18 lesta þungum, hinum 9 lesta, eða samtals 27 lestir.

Í júní 1958 var burðarþol brúarinnar sannprófað, fyrst með því að þrem tækjum var ekið út á hana: bíl með hlassi sem vó 16 lestir, 11 lesta þungri jarðýtu og 9 lesta veghefli, eða samtals 36 lestum.

Að því búnu var ekið sandlagi á alla brúna, rösklega 100 lestum að þyngd, og að því búnu var jarðýtunni og vörubílnum ekið yfir brúna samtímis, þannig að þá mun um eða yfir 130 lesta þungi hafa hvílt á brúnni samtímis.

Hvítárbrú hjá Iðu 60 ára – brúarhátíð 2017

Í einstakri vetrarblíðu, kom fjöldi fólks að brúnni til að njóta þessarar uppákomu. Kjarninn í henni var   Ásta Skúladóttir, Guðmundur Ingólfsson, Dýrfinna Guðmundsdóttir  nokkurskonar gjörningur, þar sem fulltrúar íbúa við brúna í 60 ár framkvæmdu, með eldi, orði og í tónum, formlega vígslu. Þarna komu við sögu þau Páll M Skúlason, sem flutti ávarp í upphafi hátíðarinnar, Ásta Skúladóttir á Sólveigarstöðum, fædd, uppalin og búsett í Laugarási og Guðmundur Ingólfsson, fæddur, uppalinn og búsettur á Iðu. Þá tóku einnig þátt í gjörningnum þau Unnur Malín Sigurðardóttir, sem flutti tónlist og vígslubiskupinn Kristján Valur Ingólfsson, sem þarna var maður orðsins.

Heimildir af vef: laugaras.is

Meira um Ísland: Innskot
Birgir Sumarliðason nat.is/ is.nat.is
Ingólfur Jóhannasson frá Iðu var síðasti ferjumaðurinn á Iðuhamri.

Fólkið frá Iðu

Myndasafn

Í grennd

Fólk við ferjustaði á Iðu
Rætt við Ingólf Jóhannsson og Margréti Guðmundsdóttur á Iðu viðtalið tók Geirþrúður Sighvatsdóttir og það birtist í Litla Bergþór í desember 1995 …
Iða Hvítá, Veiði
Ármót Stóru og Litlu Laxár annars vegar og Hvítár hins vegar. Stórveiðistaður og einn þekktasti  stórlaxastaður landsins. Oft á Hvítá við Iðu veiðast …
Launrétt, Laugarás
Í Launrétt endar Launréttarholtið í allháum bergvegg sem blasir móti stakstæðum klettum eða steinum og saman myndar þetta hina margnefndu rétt. En til…
Skálholt kirkja
Skálholt var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess að vera mennta- og meinnigarsetur.   biskup landsins, Ísleifur Gissurarson, setti…
Slakki
Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum. Þar er boðið uppá Veitingar og minigolf of fl. Opnunartími: Apríl og Maí…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )