Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Launrétt, Laugarás

Í Launrétt endar Launréttarholtið í allháum bergvegg sem blasir móti stakstæðum klettum eða steinum og saman myndar þetta hina margnefndu rétt. En til þess að gott væri að króa fé þarna af þurfti að girða frá berginu í mótlægan klett.

Sigurður Sigurmundsson : Sigurður (1915-1999) og bræður hans
Þórarinn: Þórarinn Jón (1921-2008) og
Eggert: Eggert Benedikt (1920-2004), hlóðu þarna garð um 1930 og ætluðu síðan að girða þar ofan á með gaddavír. Ætluðu þeir þá að festa vírinn með því að vefja utan um klettinn. En áður en að þeirri framkvæmd kæmi dreymdi Þórarin að til sín kæmi álfkona sem kvaðst búa í Launrétt og lagði blátt bann við gaddavírnum, sem þeir bræður hlýddu. Þeir Þórarinn og Eggert urðu í fleiri skipti varir við álfabyggð í Launrétt en Sigurður aldrei.
Faðir bræðrana Sigurmundur Sigurðsson (1877-1962) héraðslæknir í Laugarási 1925-1932

Myndasafn

Í grennd

Laugarás
Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási …
Skálholt
Minniborg 19 km<Skálholt> Laugarás 2 km – Reykholt 11 km, Flúðir 27 km Skálholt var miðja kirkjulegs- og veraldlegs valds um aldir auk þess a…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )