Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fólkið frá Iðu

Iðuferja

Ámundi Jóhannsson var elstur 5, systkina.

Grein frá 1994

Ámundi Jóhannsson fæddist á Iðu í Biskupstungum 3. maí 1918. Hann lést á heimili sínu, Drekavogi 12, Reykjavík, 18. maí  1994. Foreldrar hans voru Jóhann Kristinn Guðmundsson, bóndi á Iðu, og Bríet Þórólfsdóttir. Systkini Ámunda eru Ingólfur, bóndi á Iðu, Gunnar, húsasmiður í Keflavík, Sigurlaug, húsmóðir í Reykjavík, og Unnur, húsmóðir á Reykjum á Skeiðum. Eiginkona Ámunda var Kristjana Sigurmundsdóttir, fædd 29. nóvember 1917, dó 17. maí 1989, dóttir Önnu Eggertsdóttur og Sigurmundar Sigurðssonar, læknis í Laugarási í Biskupstungum. Ámundi og Kristjana eignuðust fjögur börn. 1) Anna María, f. 17. júní 1944, húsmóðir í Kópavogi, gift Birgi Sumarliðasyni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Jóhann, f. 11. apríl 1946, tæknifræðingur,sem var búsettur í Noregi,  giftur Auði Elísdóttur, þau eiga tvo syni. 3) Steinunn, fædd 16. maí 1950, húsmóðir á Víðimel í Skagafirði, gift Sveini Árnasyni, þau eiga fjóra syni og tvö barnabörn. 4) Sigmundur, skrifstofumaður á Sauðárkróki, og nú á Akranesi giftur Brynhildi Björgu Jónsdóttur, þau eiga þrjá syni. Ámundi lauk sveinsprófi í ketil- og plötusmíði frá Iðnskóla Reykjavíkur 1945, fór síðan í tækninám til Svíþjóðar og lauk véltæknifræðinámi 1948. Starfaði sem tæknifræðingur hjá Vélsmiðjunni Héðni í sex ár og árið 1956 réðst hann til starfa hjá Fálkanum hf. sem tæknifræðingur véladeildar. Starfaði þar óslitið allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir vorið 1994

Innskot:
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og umsjónarmaður nat.is.

Einar Sigurfinnsson, Iðu í Biskupstungum 1884–1979
Hét fullu nafni Magnús Kristinn Einar Sigurfinnsson. Fæddur í Meðallandi, sonur Sigurfinns Sigurðssonar og Kristínar Guðmundsdóttur. Bóndi Iðu í Biskupstungum. Meðal barna hans er Sigurbjörn Einarsson biskup.
Iða var þá tvíbýli Iða 1 og Iða 2.

Myndasafn

Í grennd

Fólk við ferjustaði á Iðu
Rætt við Ingólf Jóhannsson og Margréti Guðmundsdóttur á Iðu viðtalið tók Geirþrúður Sighvatsdóttir og það birtist í Litla Bergþór í desember 1995 …
Skógar Þorskafjarðarheiði
Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )