Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skógar Þorskafjarðarheiði

Þorskafjörður

Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla.

Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til ellefu ára aldurs. Jochum Eggertsson (1896-1978), bróðursonur hans hóf þar skógrækt með mörgum erlendum tegundum trjáa.
Jochum var rithöfundur og skáld. Hann skrifaði jafnan undir höfundarnafninu Skuggi.

Innskot:
Birgir Sumarliðason, sem heldur um uppýsingavefnum nat.is

Kristjana (f. 29.11.1917, d. 17.05.1989) Giftist Ámunda frá Iðu Biskumstungum
Sigurmundur Sigurðsson (f 1877, d. 14.11.1962) og Anna K. Eggertsdóttir (f. 24.11. 1894, d. 20.08. 1932). Anna var bróðurdóttir Matthíasar Jochumssonar og var fyrsti formaður Kvenfélags Biskupstungna. Hún lést eftir að hún féll fyrir borð af skipi þegar þau hjón voru að flytja til Flateyjar þar sem Sigurmundi hafði verið veitt læknisembætti. Sigurmundur og Anna eignuðust 7 börn og meðal þeirra var Sigurður (f. 29.07.1915, d. 05.03.1999) bóndi og fræðimaður í Hvítárholti. Önnur börn þeirra voru: Ágúst (sonur Sigurmundar) (f. 28.08.1904, d. 28.06.1965) Gunnar (sonur Sigurmundar) (f. 23.11.1908, d. 18.06.1991), Ástríður (f. 27.11.1913, d. 01.11.2003), Kristjana (f. 29.11.1917, d. 17.05.1989). Eggert Benedikt (f. 27.01.1920, d. 05.03.2004), Þórarinn Jón (f. 19.05.1921, d. 15.05.2008) og Guðrún Jósefína (f. 22.03. 1929).

Bærinn Skógar hét forðum Uppsalir og þar er minnismerki um séra Matthías.

Skjóna er lúin, löt og körg.
Lemstrum búin, skökk og örg.
Krafta rúin bestri björg.
Beinin fúin sundur mörg.

Skógum er nú unnið í samstarfi og undir leiðsögn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

Hjallaháls er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vestfjarðavegur liggur yfir hann. Víða á hálsinum finnast margs konar náttúrusteinar (jaspís, bergkristallar, geislasteinar o.þ.h.). Margir álíta Hjallaháls bezta útsýnisstað yfir Breiðafjörð, Gilsfjörð og nánasta umhverfi.

Myndasafn

Í grend

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkalundar. Flóki Vilgerðarson nam þar land…
Breiðafjarðareyjar
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Gilsfjörður
Gilsfjörður gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær allt til Akureyja milli Tjaldaness og   Króksfjarðarness.  Mynni fjarðarins er talið vera mil…
Illdeilur og morð á Vestfjörðum
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Vestfjörðum. Haukadalur Illdeilur og morð á Vestfjörðum Selárdalsk…
Kollabúðir
Kollabúðir eru inn af botni Þorskafjarðar. Þar var Þorskafjarðarþing, annað tveggja vorþinga Vestfirðinga, háð á söguöld. Hitt þingið var Dýrafjarðar…
Reykhólar
HólmavíkSögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttb…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Vaðalfjöll
Vaðalfjöll eru í hánorður frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit.  Þar ber mest á tveimur u.þ.b. 100 m háum   stuðlabergsstöndum, sem tróna stakir yfir heið…
Þorskafjarðarheiði
Þjóðvegurinn yfir heiðina var að mestu ruddur um grýttar brekkur og gróðursnauðar melöldur upp  úr botni Þorskafjarðar niður í Langadal við Djúp á ár…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )