Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skógar Þorskafjarðarheiði

Þorskafjörður

Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla.

Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til ellefu ára aldurs. Jochum Eggertsson (1896-1978), bróðursonur hans hóf þar skógrækt með mörgum erlendum tegundum trjáa.
Jochum var rithöfundur og skáld. Hann skrifaði jafnan undir höfundarnafninu Skuggi.

Sigurður Sigurmundsson var fæddur á Breiðumýri í Reykjadal 29. júlí 1915, sonur hjónanna Önnu Eggertsdóttur og Sigurmundar Sigurðssonar. Sigurmundur var héraðslæknir í Þingeyjarsýslum, sunnlenskrar ættar, kominn af Kolbeini Þorsteinssyni, presti í Miðdal, sem orti m.a. hina kunnu Gilsbakkaþulu. Eggert faðir Önnu var Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði, bróðir þjóðskáldsins Matthíasar.

Bærinn hét forðum Uppsalir og þar er minnismerki um séra Matthías.

Skjóna er lúin, löt og körg.
Lemstrum búin, skökk og örg.
Krafta rúin bestri björg.
Beinin fúin sundur mörg.

Skógum er nú unnið í samstarfi og undir leiðsögn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

Hjallaháls er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vestfjarðavegur liggur yfir hann. Víða á hálsinum finnast margs konar náttúrusteinar (jaspís, bergkristallar, geislasteinar o.þ.h.). Margir álíta Hjallaháls bezta útsýnisstað yfir Breiðafjörð, Gilsfjörð og nánasta umhverfi.

Myndasafn

Í grend

Breiðafjarðareyjar
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Ferðavísir
Ferðavísirinn nýtist við undirbúning góðrar ferðar. Hann sýnir gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða staði, ferðir um hálendið, ferðaáætlanir, veiði, go…
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Vaðalfjöll
Vaðalfjöll eru í hánorður frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit.  Þar ber mest á tveimur u.þ.b. 100 m háum   stuðlabergsstöndum, sem tróna stakir yfir heið…
Þorskafjarðarheiði
Þjóðvegurinn yfir heiðina var að mestu ruddur um grýttar brekkur og gróðursnauðar melöldur upp  úr botni Þorskafjarðar niður í Langadal við Djúp á ár…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )