Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykhólar

Reykhólar

Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og er Reykhólahreppur syðsta sveitarfélag Vestfjarða. Landamörk hreppsins að norðan eru vatnaskil á hálendinu um suðurjaðar Glámu og norðurenda Reiphólsfjalla, norður um miðja Þoskafjarðaheiði.

Þörungavinnslan er helzti atvinnuveitandi staðarins. Margir áhugaverðir staðir eru við Reykhóla má þar nefna Grettislaug og stutt er í Bjarkarlund.

Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veitingahús í Bjarkarlundi á árunum 1945-47. Skammt þaðan, norðuraf, eru Vaðalfjöll (1½ klst. ganga). Berufjarðarvatn er sunnan Bjarkarlundar. Alifiskalækur rennur í það. Þorskfirðingasaga segir, að fiskar hafi verið fluttir í lækinn. Það mun vera elzta sögn um fiskirækt á Íslandi Kinnastaðaá rennur úr vatninu í Þorskafjörð.
Ýmis þjónusta stendur ferðamönnum til boða og er þar m veiði í vötnum og ám.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 200 km.

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.
Vængir og eigandi nat.is:

Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Myndasafn

Í grennd

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkarlundar. Flóki Vilgerðarson nam þar lan…
Bjarkalundur
Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veitingahús í Bjarkalundi á árunum 1945-47.  Skammt þaðan, norðuraf, eru Vaðalfjöll (1½ klst. g…
Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Gilsfjörður
Gilsfjörður gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær allt til Akureyja milli Tjaldaness og   Króksfjarðarness.  Mynni fjarðarins er talið vera mil…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Skógar Þorskafjarðarheiði
Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til …
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Vaðalfjöll
Vaðalfjöll eru í hánorður frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit.  Þar ber mest á tveimur u.þ.b. 100 m háum   stuðlabergsstöndum, sem tróna stakir yfir heið…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…
Þangskurður
Þangið vex á ákveðnu belti í fjörum milli lægstu fjörumarka og hálfflæðismarka. Það er slegið á floti,  þegar ekki er of mikið fallið að og orðið of d…
Þorskafjarðarheiði
Þjóðvegurinn yfir heiðina var að mestu ruddur um grýttar brekkur og gróðursnauðar melöldur upp  úr botni Þorskafjarðar niður í Langadal við Djúp á ár…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )