Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þangskurður

Þangið vex á ákveðnu belti í fjörum milli lægstu fjörumarka og hálfflæðismarka. Það er slegið á floti,  þegar ekki er of mikið fallið að og orðið of djúpt á því. Þörungaverksmiðja á nokkra sláttupramma, sem þangskurðarmenn fá lánaða. Þeir eru allstór flothylki úr járni, sem eru knúin með spaðahjólum. Framan á þeim er sláttubúnaður, sem er hægt að hækka og lækka. Þangið kemur síðan með færibandi og safnast saman þar til hæfilegt magn er komið. Þá er því hleypt í netpoka, sem er lokað og pokunum safnað saman í legufæri jafnóðum og þeir fyllast. Þegar nóg er komið í farm, eru þeir sóttir og fluttir til verksmiðjunnar, þar sem þangið er þurrkað við jarðhita og malað í mjöl. Reynslan hefur sýnt, að hæfilegt sé að slá þangið fjórða hvert ár, því það arf sinn tíma til að vaxa á ný. Með þeim hætti má taka nokkur þúsund tonn af þangi árlega í Inneyjum, en þar eru mestu þangfjörur Vestureyja.

Sláttuprammarnir eru búnir vinnuljósum, þannig að hægt er að vinna með þeim á nóttu sem degi en þó ekki hvernig sem viðrar. Í náttmyrkri villast ævinlega fuglar inn í vinnuljósin og rata ekki burt aftur. Einkum eru lundakofurnar gjarnar á þetta í ágústlok.

Myndasafn

Í grennd

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkalundar. Flóki Vilgerðarson nam þar land…
Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )