Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímsnes hreppur

Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirkjanirnar, en þar hefur myndast lítið þéttbýli og anga af slíku er að finna við Borg. Þar var fyrst skóli og síðar félagsheimili og verzlun. Stærsti byggðarkjarninn er að Sólheimum, þar sem u.þ.b. þriðjungur íbúa sveitarfélagsins býr. Kirkjur eru á Mosfelli, Stóru-Borg og Búrfelli auk kapellu á Sólheimum.

Jarðhiti hefur fundizt á nokkrum stöðum með borunum og notendum hitaveitu fer fjölgandi í sveitinni. Fiskeldi, iðnaður og gróðurhúsarækt eflast smám saman. Sumarhúsabyggðin í Grímsnesi er hin stærsta á landinu og þenst stöðugt út. Kunnustu staðir sveitarinnar eru Kerið, Seyðishólar, Þrastarskógur og virkjanir við Sogið. Kerið og Kerhóll auk svæða við neðri hluta Sogsins, sem eru á náttúruminjaskrá.

Sólheimar. Segja má, að eina alvöruþéttbýli Grímsness sé að Sólheimum. Þar býr u.þ.b. þriðjungur íbúa sveitarfélagsins. Þar eru starfrækt a.m.k. fimm fyrirtæki og fjögur verkstæði. Þar hófst fyrst lífræn ræktun á Norðurlöndum. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir (1902-1974) stofnaði Sólheima 5. júlí 1930 sem barnaheimili og síðar jafnframt miðstöð þjónustu við fatlaða. Sesselja var ekki einungis brautryðjandi í málefnum fatlaðra á Íslandi, heldur í öllum heiminum með stefnu sinni um blöndun (samskipan) fatlaðra og ófatlaðra.

Sólheimar eru fyrsti staðurinn í heiminum, þar sem þjónusta við fatlaða er veitt utan stofnana og vistheimila og fatlaðir og ófatlaðir búa saman og deila kjörum. Í apríl 1997 voru Sólheimar útnefndir fyrsta sjálfbæra byggðahverfið á Ísland af alþjóðasamtökunum „Global Eco-village Network”.

Á Sólheimum er m.a. verzlunin Vala og listhús, skógræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, Kertagerð Sólheima, hljóðfærasmiðja, leikfangasmiðja, vefstofa, listasmiðja og gistiheimilið Brekkukot, sem er opið allt árið, auk Sólheimabúsins. Á staðnum er m.a. sundlaug og íþróttaleikhús.

Gönguleiðir eru víða í Grímsnesi, s.s. meðfram Soginu, á Búrfell, að Hestvatni og á Hestfjall.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Álftavatn
Álftavatn er í Soginu á mörkum Grafningshrepps og Grímsness. Það er 2,2 km², dýpst 2 m og í 15 m hæð yfir sjó. Vegir liggja að vatninu frá báðum hliðu…
Golfklúbbur Kiðabergs
Grímsnesi 801 Selfossi Sími: 18 holur par 71 Jörðin Kiðjaberg er fornfrægt óðalsbýli og var um langt skeið sýslumannssetur Árnesinga, en árið 19…
Golfklúbbur Öndverðaness
18 holur par 70 Grímsnesi 801 Selfossi Sími: 482-3380 Öndverðarnes er orlofsjörð Múrarafélags Reykjavíkur og Múrarameistarafélags Reykjavíkur. G…
Hestfjall
Hestfjall (317m) í Grímsnesi rís stakt upp úr landslaginu og er næstum umflotið vatni. Það er u.þ.b.  þríhyrningslagað og þar sem það er hæst nyrzt he…
Hestvatn
Hestvatn er stórt og djúpt vatn í Grímsnesi.  Helstu veiðistaðir eru við Kríutanga, Heimavík, Austurvík og Vesturvík. Veiðin er bleikja, urriði og…
Kerið
Kerið í Grímsnesi er nyrztur gíghóla, sem nefnast Tjarnarhólar. Það er sporbaugslaga, 270 m langt og allt að 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og …
Seyðishólar
Seyðishólar í Grimsnesi er gígaþyrping, öllu stærri en Tjarnarhólar með Kerinu. Þessir gígar eru jafngamlir Grímsneshrauninu (5000-6000 ára), sem ört …
Snæfoksstaðir – Gíslastaðir
Hvítá er hrein jökulsá þar til þverárnar bætast í hana á leið til sjávar. Víðast eru þær góðar laxveiðiár og  ósar þeirra, þar sem þær sameinast Hvít…
Sólheimar
Segja má, að eina alvöruþéttbýli Grímsness sé að Sólheimum. Þar býr u.þ.b. þriðjungur íbúa   sveitarfélagsins. Þar eru starfrækt a.m.k. fimm fyrirtæki…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Minniborgir ehf
Ávalt ný tilboð í gangi. Hafið samband með info@minniborgir.is eða í síma 868 3592.

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )