Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seyðishólar

Seyðishólar í Grimsnesi er gígaþyrping, öllu stærri en Tjarnarhólar með Kerinu. Þessir gígar eru jafngamlir Grímsneshrauninu (5000-6000 ára), sem ört vaxandi sumarhúsabyggð og ræktaður gróður eru að færa í kaf. Stærsta hraunið í Grímsnesinu er runnið frá þeim. Seyðishólar og Kerhóll eru hæstir gíganna og það er gaman að leggja leið sína upp á efstu brúnir þeirra og njóta útsýnisins á góðum degi.

Gjallið í gígunum er ákaflega litríkt og skrautlegt og mörg ljót sár í hlíðum þeirra bera merki áratuga gjallnáms, sem náttúruvinir hafa litið hornauga í gegnum tíðina. Gjallið hefur verið notað líkt og vikur til holsteinagerðar og einnig sem ofaníburður á vegi í nágrenni gíganna. Kerhóll, sem stendur við hlið Seyðishóla, hefur sloppið við gjalltöku. Hraunin frá honum og Seyðishólum runnu nær samtímis og þekja u.þ.b. 23 km².

Rauði liturinn í gjallinu hefur myndazt við oxun járns í hraunkvikunni, einkum þegar hún kemst í snertingu við vatn (grunnvatn). Það er vel þess virði að leggja lykkju á leið sína um Grímsnesið og aka Búrfellsleiðina og kíkja í eina námuna til að finna skrautgjall.

Myndasafn

Í grennd

Golfklúbbur Kiðabergs
Grímsnesi 801 Selfossi Sími: 18 holur par 71 Jörðin Kiðjaberg er fornfrægt óðalsbýli og var um langt skeið sýslumannssetur Árnesinga, en árið 19…
Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirk…
Kerið
Kerið í Grímsnesi er nyrztur gíghóla, sem nefnast Tjarnarhólar. Það er sporbaugslaga, 270 m langt og allt að 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )