Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sólheimar

Segja má, að eina alvöruþéttbýli Grímsness sé að Sólheimum. Þar býr u.þ.b. þriðjungur íbúa   sveitarfélagsins. Þar eru starfrækt a.m.k. fimm fyrirtæki og fjögur verkstæði. Þar hófst fyrst lífræn ræktun á Norðurlöndum. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir (1902-1974) stofnaði Sólheima 5. júlí 1930 sem barnaheimili og síðar jafnframt miðstöð þjónustu við fatlaða. Sesselja var ekki einungis brautryðjandi í málefnum fatlaðra á Íslandi, heldur í öllum heiminum með stefnu sinni um blöndun (samskipan) fatlaðra og ófatlaðra.

Sólheimar eru fyrsti staðurinn í heiminum, þar sem þjónusta við fatlaða er veitt utan stofnana og vistheimila og fatlaðir og ófatlaðir búa saman og deila kjörum. Í apríl 1997 voru Sólheimar útnefndir fyrsta sjálfbæra byggðahverfið á Ísland af alþjóðasamtökunum „Global Eco-village Network”.

Á Sólheimum er m.a. verzlunin Vala og listhús, skógræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, Kertagerð Sólheima, hljóðfærasmiðja, leikfangasmiðja, vefstofa, listasmiðja og gistiheimilið Brekkukot, sem er opið allt árið, auk Sólheimabúsins. Á staðnum er m.a. sundlaug og íþróttaleikhús.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirk…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )