Hvítá er hrein jökulsá þar til þverárnar bætast í hana á leið til sjávar. Víðast eru þær góðar laxveiðiár og líka ósar þeirra, þar sem þær sameinast Hvítá. Beztu veiðistaðirnir eru Iða við Laugarás og Hamrar, sem getið er um í kaflanum um Brúará. Veiðistaðir eru víðar, s.s. við Gíslastaði og Snæfoksstaði. Á þessum stöðum eru talsverðar líkur til að setja í lax og veiðitölur eru nokkrir tugir á hverjum stað á ári. Samtals veiðast nokkur hundruð laxa í Hvítá en Iða er gjöfulasti veiðistaðurinn.