Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftavatn

Álftavatn er í Soginu á mörkum Grafningshrepps og Grímsness. Það er 2,2 km², dýpst 2 m og í 15 m hæð yfir sjó. Vegir liggja að vatninu frá báðum hliðum.

Þar er góð sjóbleikja, 1-6 pund og vænn sjóbirtingur. Lax fer um vatnið en hann veiðist lítið eða ekki. Ekki hefur netum verið dýft í vatnið lengi. Vað er á vatninu, þar sem Álftavað heitir. Það var eina vaðið á Soginu og mjög fjölfarið áður en brýr komu til. Það þótti allgott, þótt breitt sé. Botninn er góður og það er ekki dýpra en svo, að þar fóru lestir yfir með ull og kornvöru og annan varning, sem mátti ekki blotna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 70 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )