Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítárvatn, Ferðast og fræðast

Hvítárvatn er í Biskupstungahreppi í Árnessýslu. Það er 29,6 km², dýpst 84 m 8. dýpsta vatn landsins   (meðaldýpi 28 m) og í 421 m hæð yfir sjó. Til þess falla Fróðá, Tjarnará, Svartá og Fúlakvísl, sem er jökulgormur.

Frárennslið er Hvítá. Kjalvegur liggur sunnan og austan við vatnið. Við Hvítárvatn er einhver fegursta fjallasýn á landinu. Hólmavað er skammt neðan brúarinnar hjá Hvítárvatni. Það hét áður Eyfirðingavað og sumir kölluðu það Skagfirðingavað. Ferjustaður var ofan núverandi brúar. Áin var fyrst brúuð 1935. Þá var brúin af Soginu flutt og sett á Hvítá. Ekki er ljóst, hve mikill fiskur er í vatninu, en þar er bleikja, 1-5 pund. Veiðihús er við Svartá og elzta sæluhús Ferðafélags Íslands er í Hvítárnesi við Tjarnará. Þar hafa sumir orðið fyrir aðsókn draugs að næturlagi, einkum í einni kojunni.

Stangafjöldi er án takmarkana en veiðin er aðallega tekin í net.

Myndasafn

Í grennd

Dýpstu stöðuvötnin
Dýpstu stöðuvötn Íslands mæld dýpt í metrum.  1. Öskjuvatn  220  2. Hvalvatn  160 3. Jökulsárlón  150-200+ 4. Þingvallavatn  114 5. Þórisvatn  11…
Karlsdráttur
Karlsdráttur nefnist vogur norður úr Hvítárvatni rétt austan Norðurjökuls, sem kelfir í vatnið. Vogurinn lokast næstum af höfða fyrir mynni hans. Upp…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )