Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Karlsdráttur

Karlsdráttur nefnist vogur norður úr Hvítárvatni rétt austan Norðurjökuls, sem kelfir í vatnið. Vogurinn lokast næstum af höfða fyrir mynni hans. Upp af honum er skjólsælt og sólríkt og þar hafa verið taldar a.m.k. 84 tegundir háplantna í 420-440 m hæð yfir sjó. Meðal þeirra eru engjarós, hófsóley, blágresi, hvannir, hrútaber, birki, víðir og einir.
Sagan segir, að karl nokkur frá Skálholti hafi ár hvert dregið   fyrir voginn með folaldsmeri, sem hann lét synda yfir til folaldsins handan vogsins.

Þorvaldur Thoroddsen segist hafa fundið rústir veiðiskála við Karlsdrátt.

Myndasafn

Í grend

Hvítárvatn
Hvítárvatn er í Biskupstungahreppi í Árnessýslu. Það er 29,6 km², dýpst 84 m 8. dýpsta vatn landsins   (meðaldýpi 28 m) og í 421 m hæð yfir sjó. Til þ…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )