Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítárnes

Hvítárnes er allstórt gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn. Það hefur hlaðizt upp við framburð , Fróðár og Tjarnár. Þar stendur elzti skáli Ferðafélagsins, byggður 1930, og á góðum degi er þar mjög fagurt.

Fornar bæjartóttir, e.t.v. Tjarnarkot, gefa til kynna búsetu fyrrum. Líkum er leitt að því, að byggðin hafi farið í eyði í Heklugosi 1104. Sumir gestir skálans telja sig verða vara við draugagang í einu herbergja hans, og þá einkum, ef sofið er í einu sérstöku rúmi. Þetta fólk hefur séð gráklæddri stúlku bregða fyrir, en hún er sögð hafa orðið úti á milli bæjarhúsanna fyrrum. Fuglalíf er fjölskrúðugt í Hvítárnesi.

Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hvítárness og Hveravalla

Fúlakvísl á tvenn meginupptök undan Langjökli austanverðum. Hin syðri eru í Jökulkrók norðan Fögruhlíðar en hin nyrðri um grunnan dal milli Þjófadalafjalla og jökuls. Sumir kalla þetta svæði Hundadali. Nyrðri kvíslin fellur í háum fossi niður í hina syðri vestan Rauðkolls. Austan Fögruhlíðar bætist ein kvísl við. Mikið vatn bætist við undan Hrútfelli. Fúlakvísl fellur í kvíslum á eyrum við Þjófadali og þaðan í þröngu gljúfri meðfram vestanverðu Kjalhrauni. Við Þverbrekknamúla er það svo þröngt, að tiltölulega auðvelt er að stökkva yfir það. Þar heitir Hlaup. Við Hrefnubúðir kvíslast hún aftur á eyrum um Hvítárnes til Hvítárvatns.

Bóka skála Hvítárnes

Myndasafn

Í grend

Ferðafélag Íslands
Ferðafélag Íslands ( FÍ ) Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um átta þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, árið 1927, unnið að margvíslegri þjó…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur Arnarfell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )