Gönguleiðin milli Hvítárnes og Hveravalla
Gönguvegalengd 42-44 km. Í Hvítárnesi er elzti skáli FÍ frá 1930. Hann hýsir 30 manns.
Fyrsta dagleiðin liggur til Þverbrekknamúla, u.þ.b. 12 km með 100 m lóðréttri hækkun. Göngutími 4-5 klst.
Önnur dagleið endar í Þjófadölum, 14-15 km með 100 m lóðréttri hækkun.
Þriðja dagleið liggur til Hveravalla, 12 km með 100 m lóðréttri hækkun yfir Þröskuld. Göngutíminn er 5-6 klst.
Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!
Skálar á gönguleiðinni Hvítárnes- Hveravellir:
Hvítárnesskáli
Þverbrekknamúlaskáli
Þjófadalaskáli
Hveravellir