Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sigríður Tómasdóttir

Gullfoss

SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR

Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti 1874 og bjó þar til dauðadags. Bærinn var í alfaraleið þeirra,  sem komu til að skoða Gullfoss, þannig að stundum var gestkvæmt. Systrunum í Brattholti þótti vænt um fossinn og voru oft leiðsögumenn gestanna. Þær gerðu fyrsta göngustíginn við fossinn. Sigríði gafst ekki kostur á skólagöngu, en hún var vel að sér, lesin og listræn og talsver kvað að hannyrðum hennar og teikningum.

Um aldamótin 1900 vaknaði áhugi erlendra auðmanna á virkjun vatnsfalla á Íslandi. Breti nokkur fékk áhuga á Gullfossi og bauð Tómasi, föður Sigríðar, 50.000.- kr. fyrir hann, en hann svaraði: „Ég sel ekki vin minn”. Síðar komst fossinn í hendur manna, sem vildu virkja hann. Þá hófst barátta Sigríðar fyrir friðun fossins. Andstæðingar hennar voru margir valdamestu og ríkustu menn landsins, en hún lét ekki bugast og lagði á sig mörg og löng ferðalög til að reyna að sannfæra valdhafana í Reykjavík. Þegar svo var komið, að málið virtist tapað, hótaði Sigríður að steypa sér í fossinn. Úr því varð ekki, því henni tókst með aðstoð lögfræðings síns, Sveins Björnssonar,(Síðar fyrsti forseti Íslands) að fá samningnum rift, þegar leigugjald barst ekki, og Gullfoss komst í eigu ríkisins.

Sigríður lézt árið 1957 og var grafin í Haukadal. Hún verður ætíð í heiðri höfð sem bjargvættur Gullfoss. Minnismerki hennar við fossinn er verk Ríkharðs Jónssonar.

Myndasafn

Í grennd

Gullfoss
Gullfoss í Hvítá Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp.  Efri fossinn er u…
Sagan af Þóroddi og Guðrúnu
SAGAN AF ÞÓRODDI og GUÐRÚNU Sagan af því, þegar Þóroddur Guðbrandsson í Brattholti óð yfir Hvítá fyrir ofan Gullfoss á fund Guðrúnar Þóroddsdóttur í …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )