Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sagan af Þóroddi og Guðrúnu

Gullfoss

SAGAN AF ÞÓRODDI og GUÐRÚNU
Sagan af því, þegar Þóroddur Guðbrandsson í Brattholti óð yfir Hvítá fyrir ofan Gullfoss á fund Guðrúnar Þóroddsdóttur í Hamarsholti (nú í eyði) í Hrunamannahreppi, er fræg. Þau höfðu oft hitzt og talazt við yfir ána og loks bað Þórður Guðrúnar. Hún kvaðst taka bónorði hans, kæmi hann til hennar yfir ána. Hann tók áskoruninni og óð strax yfir ána til hennar. Þau giftust og bjuggu síðar á Fjalli á Skeiðum. Meðal afkomenda þeirra var Jón Thoroddsen skáld og Guðmundur Ingimarsson í Birtingaholti. Ekki eru til heimildir um að Hvítá hafi áður verið vaðin á þessum stað. Tómas, faðir hinnar frægu Sigríðar í Brattholti, óð þarna út í ána við annan mann. Þeir voru komnir yfir dýpsta álinn, þegar hundar þeirra á vesturbakkanum gerðust þá svo ókyrrir, að þeir þorðu ekki annað en snúa við til að fyrirbyggja að þeir æddu út í ána og drukknuðu. Á fjórða áratugi 20. aldar reið Magnús Sigurðsson frá Bryðjuholti yfir Hvítá ofan Gullfoss.
Heimildir: Vefur Hrunamannahrepps.

Myndasafn

Í grennd

Gullfoss
Gullfoss í Hvítá Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp.  Efri fossinn er u…
Sigríður Tómasdóttir
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti 1874 og bjó þar til dauðadags. Bærinn var í alfaraleið þeirra,  sem komu til að skoð…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )