Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hlöðufell

Hlöðufell (1188m) er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnum grágrýtiskolli og sísnævi norðan   Laugardals og sunnan Langjökuls. Það er hömrum girt en þó ekki illkleift og útsýnið af toppnum er frábært á góðum degi. Á Hlöðuvöllum, suðvestan Hlöðufells, er sæluhús FÍ frá 1971, sem rúmar 15 manns. Uppgangan á fjallið er greiðust meðfram vestanverðu hamragilinu ofan við sæluhúsið.

Brúará á upptök sín á Rótasandi sunnan Hlöðufells. Þrjár akleiðir liggja að Hlöðufelli, ein frá sæluhúsinu við Brunna á Kaldadalsleið, önnur skammt ofan Gullfoss á Kjalvegi og hin þriðja frá Laugardal, norðan Laugarvatns.

Myndasafn

Í grend

Langjökull
Langjökull Langjökull (1355m) er annar stærsti jökull landsins, u.þ.b. 950 km². Mestur hluti jökulsins er í 1200-  1300 m hæð yfir sjó. Hann hvílir á…
Laugarvatn
Að Laugarvatni er skólasetur og hefur myndast byggðakjarni í kringum það og þjónustu við ferðamenn. Þar eru tvö hótel og vel skipulagt tjaldsvæði með …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )