Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hlöðuvallaskáli, FÍ

Hlodufell

Hlöðuvallaskáli er sameign FÍ og Laugdælahrepps. Hann var byggður 1970 og stendur í hrauninu  sunnan Hlöðufells. Í honum er stór forstofa og svefnsalur með eldunaraðstöðu (gas-hellur). Í svefnsalnum eru kojur fyrir 15 manns. Vatni er safnað af þaki hússins.

Möguleiki er til margra skemmri og lengri gönguferða, s.s. á Hlöðufell, Elborgir á Lambahrauni, Kálfstind, Högnhöfða, Skriðu og Skjaldbreið auk þess sem gönguferð um Rótarsand að Brúarskörðum svíkur engan.

Margir koma gangandi að skálanum en einnig liggja jeppaslóðar frá Brunnum á Kaldadalsleið, upp frá Miðdal við Laugarvatn, upp úr Haukadalsskógi við Geysissvæðið og frá syðsta hluta Kjalvegar, ekki langt norðan Gullfoss.
Heimild: Vefur FÍ.

Myndasafn

Í grennd

Brunnar, Egilsáfangi
Brunnar eru mýrlend gróðursvæði við tvö smávötn á Kaldadalsleið í grennd við sæluhúsið  vesturenda línuvegarins, (Hlöðuvallaskáli ). Hann liggur meðfr…
Ferðafélag Íslands Ferðast og Fræðast
Ferðafélag Íslands grasrótin í ferðaþjónustu á Íslandi !!! Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um níu þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, ár…
Hlöðufell
Hlöðufell (1188m) er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnum grágrýtiskolli og sísnævi norðan   Laugardals og sunnan Langjökuls. Það er hömrum girt en…
Kaldidalur
Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 183…
Laugarvatn
Laugarvatn er lítið stöðuvatn í Laugardal í Árnessýslu. Þar hefur byggst upp stærsti skólakjarni utan   þéttbýlis á landinu. Fyrsti skólinn var stofna…
Skjaldbreiður
Fjallið Skjaldbreiður Skjaldbreiður (1060 m) er fagurt dæmi um hraundyngju ásamt systur sinni Trölladyngju norðan Dyngjujökuls. Skjaldbreiður er norð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )