Hlöðuvallaskáli er sameign FÍ og Laugdælahrepps. Hann var byggður 1970 og stendur í hrauninu sunnan Hlöðufells. Í honum er stór forstofa og svefnsalur með eldunaraðstöðu (gas-hellur). Í svefnsalnum eru kojur fyrir 15 manns. Vatni er safnað af þaki hússins.
Möguleiki er til margra skemmri og lengri gönguferða, s.s. á Hlöðufell, Elborgir á Lambahrauni, Kálfstind, Högnhöfða, Skriðu og Skjaldbreið auk þess sem gönguferð um Rótarsand að Brúarskörðum svíkur engan.
Margir koma gangandi að skálanum en einnig liggja jeppaslóðar frá Brunnum á Kaldadalsleið, upp frá Miðdal við Laugarvatn, upp úr Haukadalsskógi við Geysissvæðið og frá syðsta hluta Kjalvegar, ekki langt norðan Gullfoss.
Heimild: Vefur FÍ.