Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brunnar, Egilsáfangi

Skjaldbreiður

Brunnar eru mýrlend gróðursvæði við tvö smávötn á Kaldadalsleið í grennd við sæluhúsið og vesturenda línuvegarins. Hann liggur meðfram Skjaldbreið að Laugarvatni, í Haukadal og út á Kjalveg norðan Gullfoss. Við Brunna eru efstu hagar, þegar lagt er á Kaldadal að sunnan, þótt nokkrir gróðurteygingar séu í Egilsáfanga. Þarna áðu flestir, sem fóru um Kaldadal, og þar ætlaði Jónas Hallgrímsson eitt sinn að hafa tjaldstað. Hann dvaldi þar aðfararnótt 15. júlí 1841 á leið sinni úr rannsóknarleiðangri á Skjaldbreið, þegar hann hafði orðið viðskila við fólkið, sem hann var í slagtogi við. Sumir telja, að kvæði hans, „Skjaldbreiður“, hafi orðið til þá.

Egilsáfangi er sagður vera kenndur við kenndur við Egil nokkurn, sem áði þar alltaf í ferðum sínum og missti ævinlega einn hest í tröllahendur þaðan. Hann þrjózkaðist við og vildi ekki gefast upp fyrir þessum forynjum og á endanum var hann búinn að missa 18 hesta. Nítjánda sumarið, sem hann átti leið þarna um, linnti látunum og eftir það slapp hann án skaða.

Frá Brunnum er hægt að ganga í ýmsar áttir. Til austurs liggur leiðin norðan Skjaldbreiðar um Haukadalsheiði niður í Haukadal eða áfram austur á Kjalveg ofan Gullfoss. Þá má einnig ganga að Hagavatni og þaðan upp á Bláfellsháls.

Myndasafn

Í grennd

Gullfoss
Gullfoss í Hvítá Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp.  Efri fossinn er u…
Haukadalsheiði
Haukadalsheiði í Biskupstungum Svæðið norðan Haukadals í Biskupstungum, allt inn að Sandvatni og Fari, ber þetta nafn, Haukadalsheiði. Fyrrum var gró…
Hveravellir
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Kaldidalur
Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 183…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Skjaldbreiður
Fjallið Skjaldbreiður Skjaldbreiður (1060 m) er fagurt dæmi um hraundyngju ásamt systur sinni Trölladyngju norðan Dyngjujökuls. Skjaldbreiður er norð…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )