Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brúurar gljúf­ur

Brúará, bergvatnsá, kem­ur upp á Rótarsandi, fell­ur um gljúf­ur, Brúarárskörð, milli Rauða­fells og Högn­höfða. Er talið hrika­leg­asta gljúf­ur í Ár­nes­sýslu, 3–4 km á lengd, graf­ið af Brú­ará gegn­um laust þursa­berg. Mik­ið vatn foss­ar úr gljúf­ur­veggj­un­um. Niðri á slétt­unni fell­ur Brú­ará á löng­um kafla í mjórri gjá í miðj­um ár­far­veg­in­um. Áður lá steinbogi yfir ána en svo er sagt að brytinn í Skálholti hafi látið brjóta hann árið 1602 til að draga úr flökku­manna­straumi. Sjálfur drukknaði hann skömmu síð­ar í ánni. Elsta mann­gerða brúin var á sama stað, þrem­ur kílómetrum fyrir ofan núverandi brúarstæði. Þar er Brúar­foss, ákaf­lega fagurt svæði.

Myndasafn

Í grennd

Brúará – Hagós
Það veiðast fáeinir tugir laxa í henni, en það er hittingur og oftar en ekki silungsveiðimenn sem detta í        lukkupottinn. Helst veiðist laxinn fy…
Laugarás
Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )