Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langjökull

Langjökull

Langjökull

Langjökull (1355m) er annar stærsti jökull landsins, u.þ.b. 950 km². Mestur hluti jökulsins er í 1200-    1300 m hæð yfir sjó. Hann hvílir á móbergsfjöllum, sem rísa hæst undir honum norðan- og sunnanverðum, þannig að miðhlutinn er nokkurs konar söðull. Jökullinn er tiltölulega lítið kannaður enn þá en Jöklarannsóknarfélagið á skála (1979) austan undir Fjallkirkju (1228m). Margir skriðjöklar ganga út frá jöklinum. Hinir stærstu eru sitt hvorum megin Hagafells. Norður- og Suðurjökull skríða niður að Hvítárvatni.

Hinn nyrðri kelfir í vatnið og oftast má sjá ísjaka á floti þar. Langjökull er tiltölulega greiður yfirferðar, þótt þar séu sprungin svæði eins og á hinum jöklunum.

Líklega hylur jökullinn tvö eldstöðvakerfi, norðaustantil og sunnan-suðvestntil. Umhverfis jökulinn eru víða merki um ísaldareldvirkni, s.s. öll stapafjöllin umhverfis hann, öll með jökulhettu (Eiríksjökull, Hrútfell, Skriðufell, Geitlandsjökull og Þórisjökull), og nútíma- og jafnvel sögulegrar eldvirkni gíga við norðurjaðarinn, þaðan sem Hallmundarhraun rann. Norðaustan Kráks á Sandi eru gígar gaus u.þ.b. 2 km löng sprunga og myndaði 35 ferkílómetra hraun auk 12 ferkílómetra hrauns sunnan hans (Strýtuhraun/Helluhraun). Skammt frá Hafrafelli við Kaldadalsleið er gígur, sem myndaði Geitlandshraun (35 ferkílómetra).

Umhverfis Langjökul eru smájöklarnir Eiríksjökull, Þórisjökull (u.þ.b. 30 km²) Hrútafell (u.þ.b. 10 km²) og Ok. Það er áberandi, að lítið vatn streymir á yfirborði frá þessum stóra jökli. Mestur hluti leysingarvatns síast í gegnum gropin móbergslöginn undir honum og kemur fram m.a. í Þingvallavatni, Brúará, á Arnarvatnsheiði og jarðhitasvæðum í Borgarfirði, Reykjavík og nágrenni og á Geysissvæðinu. Boðið er uppá snjósleða- og snjóbílaferðir á Langjökul.

Prestahnjúkur (1225m) er áberandi ríólítfjall suðvestan hábungu Geitlandsjökuls. Hann er ljós efst en neðar stálgrár og grænblár. Líklegast hefur hann myndazt við gos undir jökli. Nafnið er ungt og lengi vel haldið, að það væri dregið af fyrstu göngu á fjallið, en þar voru á ferð prestarnir Helgi Grímsson á Húsafelli og Björn Stefánsson á Snæfoksstöðum á ferð. Þeir fóru fyrstir í Þórisdal og ólíklegt talið, að þeir hafi líka gengið á hnjúkinn. Jónas Hallgrímsson kallaði fjalli Bláfell. Mikið er af perlusteini í hnjúknum og tilraunir voru gerðar með hann til útflutnings. Jeppaslóð er rudd frá Kaldadalsvegi að hnjúknum.

Gönguleiðir á jöklinum liggja í allar áttir. Þær byggjast á ferðaáætlunum viðkomandi göngumanna, sem eru vitaskuld búnir að skipuleggja þær í þaula áður en haldið er af stað. Auk nauðsynlegs útbúnaðar verður að kanna sprungusvæði á leiðunum með því að fá örugg hnit hjá kunnugum (4×4; Fjallaleiðsögumenn; JÖRFI o.fl.).

Myndasafn

Í grend

Arnarvatn hið stóra
Arnarvatn hið stóra er í 540 m hæð yfir sjó, 4,3 km², alldjúpt og vogskorið. Við eina aðalvíkina, Sesseljuvík áttu Húsfellingar veiðis ...
Beinabrekka, Beinahóll
Þessi örnefni vísa til grasbrekku hraunborgar í Kjalhrauni. Þessi staður er skammt norðaustan undir Kjalfelli. Enn þá finnst þar talsvert a ...
Hvítárnesskáli
Hvítárnesskáli var hinn fyrsti, sem Ferðafélag íslands byggði á hálendinu. Hann er í 425 m.h.s. og var byggður árið 1930. Húsið er tveg ...
Hvítárvatn
Hvítárvatn er í Biskupstungahreppi í Árnessýslu. Það er 29,6 km², dýpst 84 m 8. dýpsta vatn landsins   (meðaldýpi 28 m) og í 421 m hæ ...
Jöklar
Jöklar ÍslandsJöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta á ...
Karlsdráttur
Karlsdráttur nefnist vogur norður úr Hvítárvatni rétt austan Norðurjökuls, sem kelfir í vatnið. Vogurinn lokast næstum af höfða fyrir my ...
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.      Hvítár liggur lei ...
Réttarvatn
Réttarvatn er á mörkum V.-Húnavatnssýslu og Mýrarsýslu, en mestur hluti þess er í hinni síðarnefndu. Stærð þess er 2,1 km², dýpst 2 m ...
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur ...
Þjófadalir
Þjófadalir eru dalir og kvosir milli Langjökuls, Þjófadalafjalla og Hrútfells. Þaðan fellur Fúlakvísl til  suðurs. Dalurinn, sem er kalla ...
Þverbrekknamúlaskáli
Skálinn í Þverbrekknamúla Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem 20 manns geta sofið í 10 tvíbreiðum kojum. Gengi ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )