Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Réttarvatn

Réttarvatn

Réttarvatn er á mörkum V.-Húnavatnssýslu og Mýrarsýslu, en mestur hluti þess er í hinni síðarnefndu. Stærð þess er 2,1 km², dýpst 2 m og í 549 m hæð yfir sjó. Úr því fellur Skammá í fossi til Arnarvatns. Mikill og góður fiskur er í Réttarvatni, bæði urriði og bleikja. Sumir segja, að það sé bezta veiðivatnið á Arnarvatnsheiði. Tjaldstæði eru allgóð við vatnið og jeppafært að því sunnanverðu.

Vegalengdin frá Reykjavík um Kaldadal er u.þ.b. 200 km.

Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég fáki beitt
Þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan hvannamó.
Á engum stað ég uni
eins vel og þessum mér.
Ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér

Jónas Hallgrímsson

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )