Réttarvatn er á mörkum V.-Húnavatnssýslu og Mýrarsýslu, en mestur hluti þess er í hinni síðarnefndu. Stærð þess er 2,1 km², dýpst 2 m og í 549 m hæð yfir sjó. Úr því fellur Skammá í fossi til Arnarvatns. Mikill og góður fiskur er í Réttarvatni, bæði urriði og bleikja. Sumir segja, að það sé bezta veiðivatnið á Arnarvatnsheiði. Tjaldstæði eru allgóð við vatnið og jeppafært að því sunnanverðu.
Vegalengdin frá Reykjavík um Kaldadal er u.þ.b. 200 km.
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég fáki beitt
Þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan hvannamó.
Á engum stað ég uni
eins vel og þessum mér.
Ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér
Jónas Hallgrímsson