Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn

Veiðivotn

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði. Á Arnarvatnsheiði er mikill fjöldi veiðivatna. Á Tvídægru, sem er votlend og ill yfirferðar er m.a. vettvangur Heiðarvígasögu, sem hún dregur nafn sitt af. Ýmsar ár renna frá Tvídægru, s.s. Þorvaldsá, Núpsá og Vesturá til Miðfjarðar, Hrútafjarðará til Hrútafjarðar og Kjarrá til Borgarfjarðar.

Í flestum vötnunum er mikil fiskisæld og einhver veiði í þeim öllum og þar hefur verið stunduð veiði frá örófi alda, bæði af Borgfirðingum og Húnvetningum. Fuglalíf er mikið á heiðinni og þar var mikil grasatekja fyrrum. Sekir menn áttu oft bólstaði á heiðinni eins og lesa má um í Grettissögu.

F578 – Arnarvatnsvegur. Lengd: 79 km.

Syðri helmingur Arnavatnsleiðar er fær sérútbúnum jeppum. Torfært vað er á Norðlingafljóti. Norðan Arnarvatns stóra er vegurinn fær jeppum en getur verið grýttur og blautur.

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatn hið stóra
Arnarvatn hið stóra er í 540 m hæð yfir sjó, 4,3 km², alldjúpt og vogskorið. Við eina aðalvíkina, Sesseljuvík áttu Húsfellingar veiðistöð. Úr henni fe…
Arnarvatn litla
Arnarvatn litla er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu. Það er 2,15 km², fremur grunnt og í 440 m hæð yfir sjó. Í það rennur Krummavatnslækur úr Arfavötnum…
Arnarvatnsheiði og Tvídægra
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarna…
Grunnuvötn
Grunnuvötn eru suðvestan Úlfsvatns á Arnarvatnsheiðinni. Vatnið er eiginlega eitt, en talið tvö vegna þess, að það er nær sundurslitið í miðju. Stærði…
Gunnarssonavatn
Gunnarssonavatn er á norðurmörkum Mýrarsýslu. Stærð þess er 2,38 km², það er grunnt og það er í 541 m hæð yfir sjó. Gunnarssonavatnslækur rennur úr þv…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Hávaðavötn
Hávaðavötn eru á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu drjúgan spöl norður af Úlfsvatni. Stærð þeirra er 1,9 km², þau eru grunn og í 455 m hæð yfir sjó. Tvæ…
Hólmavatn
Hólmavatn er í Hvítársíðuhreppi í Mýrarsýslu. Það er 2,4 km² og í 358 m hæð yfir sjó. Útfall þess er til norðurs um Skammá, sem fellur til Lambár og h…
Kleppavatn- Fiskivatn
Þessi vötn tilheyra Hvítársíðu í Mýrarsýslu. Kleppavatn er 0,76 km², grunnt og í 398 m hæð yfir sjó. Fiskivatn er litlu norðar og fær afrennsli Kleppa…
Kvíslavatn nyrðra
Kvíslavatn nyrðra er á Arnarvatnsheiði, 4 km norðvestur frá Úlfsvatni. Það er 2,6 km², grunnt og í 429 m hæð yfir sjó. Urðhæðarvatnslækur kemur í það …
Langavatn
Langavatn er á Tvídægru í Þverárhlíðarhreppi í Mýrarsýslu. Það er 1,7 km², grunnt og gruggast gjarnan og í 413 m hæð yfir sjó. Langavatnslækur rennur …
Nautavatn – Breiðavatn
Lítið rennur til þeirra ofanjarðar, en Breiðavatnskvísl rennur frá þeim í gegnum nokkra vatnspolla og til Kjarrár. Drjúg gönguleið er til vatnanna, en…
Réttarvatn
Réttarvatn er á mörkum V.-Húnavatnssýslu og Mýrarsýslu, en mestur hluti þess er í hinni síðarnefndu. Stærð þess er 2,1 km², dýpst 2 m og í 549 m hæð y…
Reykjavatn
Reykjavatn er í jaðri Hallmundarhrauns suðaustan Arnarvatnshæða og u.þ.b. 10 km norðan Eiríksjökuls.   Það tilheyrir ekki beinlínis Arnarvatnsheiði en…
Úlfsvatn
Úlfsvatn er á Arnarvatnsheiði. Það er 3,85 km², fremur grunnt og í 434 m hæð yfir sjó. Það er annað stærsta vatnið á heiðinni og í það rennur Gilsbakk…
Urðarhæðavatn
Urðarhæðavatn er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu, örskammt norðvestan Úlfsvatns. Það er 2,3 km², grunnt og í 447 m hæð yfir sjó. Urðhæðavatnslækur renn…
Veiðifréttir
Íslenskar veiðifréttir Veiðifréttir eru okkur nauðsynlegar þegar nær dregur vori og við hugsum til skipulags veiðiársins. Það er alveg heillaráð að e…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )