Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grunnuvötn

Veiði

Grunnuvötn eru suðvestan Úlfsvatns á Arnarvatnsheiðinni. Vatnið er eiginlega eitt, en talið tvö vegna þess, að það er nær sundurslitið í miðju. Stærðin er 2,2 km², það er grunnt og er í 405 m hæð yfir sjó.

Úlfsvatnsá og Silungalækur renna í Grunnuvötn austanverð og Skálalækur að norðan úr Kvíslavatni syðra. Afrennslið er til suðurs um Lambá. Fiskur í vötnunum er mikill og góður, bæði bleikja og urrriði, líka í lækjum, sem í þau renna. Jeppaslóð liggur að vötnunum.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )