Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjavatn

Veiðivotn

Reykjavatn er í jaðri Hallmundarhrauns suðaustan Arnarvatnshæða og u.þ.b. 10 km norðan Eiríksjökuls.   Það tilheyrir ekki beinlínis Arnarvatnsheiði en er í jaðri hennar. Flatarmál þess er u.þ.b. 1,8 km” og það er í 510 m hæð yfir sjávarmáli. Umhverfi þess er gróðursælt, fjallasýnin fögur og góð bleikju- og urriðaveiði í vatninu. Tærar vatnslindir koma víða upp á yfirborðið við vatnið. Afrennsli vatnsins er Reykjaá, sem fellur til Norðlingafljóts.

Skammt frá vatninu, u.þ.b. 200-300 m frá Franzhelli, er Eyvindarhola. Hún er 1,2-1,7 m djúp í miðjunni og lækkar til hliðanna og 3-5 m í þvermál. Nafngiftin er eignuð Fjalla-Eyvindi og hann er talinn hafa lagað hana til, þannig að erfitt er að greina hana frá yfirborðinu. Hún er utan í lágri bungu og tvö vörðubrot visa veginn að henni. Bezt er að vera á fjórhjóladrifnum bílum til að aka að vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík um Kaldadal er u.þ.b. 160 km og frá Kalmanstungu u.þ.b. 40 km.

Fish Parner
Reykjavatn og Reyká
Reykjavatn er á Arnarvatnsheiði norðan Eiríksjökluls, Vatnið er u.þ.b. 1,8 km2 að flatarmáli og um í 510 metra hæð yfir sjáfarmáli, vatnið liggur í við brún Hallmundarhrauns og er gróðursælt Þar í kring og náttúrfegurðin gríðarleg. Tærar vatnslindir streyma víða upp á yfirborðið við vatnið. Fiskur er mjög vænn í vatninu og veiðist bæði urriði og bleikja. Reyká rennur úr vatninu til Norðlingafljóts og fylgir hún með leyfum í vatninu. Vænn fiskur er í ánni eins og í vatninu sjálfu.

Eingöngu verður veitt á flugu á svæðinu og skal öllum fiski sleppt.
Engin aðstaða er við vatnið og þurfa menn því að tjalda við vatnið.
Slóðinn að vatninu er mjög slæmur og er eingöngu fær vel breittum jeppum

Veiðifélagar veiða frítt í Reykjavatni og Reyká

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík:
160 km.
Veiðitímabil:
15. júní – 31. ágúst
Meðalstærð:
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-6
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur

Myndasafn

Í grend

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Eiríksjökull
Eiríksjökull (1675m) er u.þ.b. 22 km² jökulskjöldur á móbergsstapa með grágrýtisdyngju á toppi. Flatarmál sökkuls stapans er u.þ.b. 40 ferkm. Hann er …
Fish Partners
Veiðifélaginn frá Fish Partners Af hverju ættir þú að gerast veiðifélagi? Veiðifélagar, er ný og skemmtileg viðbót hjá Fish Partner. Með því að taka…
Franzhellir Eyvindarhola
Franzhellir er um 15-20 mínútna gang austan við Reykjarvatn, sem er við dvalarstað seinasta  útilegumannsins á Ísandi, Franzhelli, eða Eyvindarholu. …
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )