Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Franzhellir

Franzhellir er um 15—-20 mínútna gang austan við Reykjarvatn, sem er við dvalarstað seinasta  d10629180f2de108031ec68bb0108cee útilegumannsins á Ísandi, Franzhelli, eða Eyvindarholu.

Eyvindur Jónsson fæddist árið 1714 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Hann var elstur tíu systkina og þótti greindur, ráðkænn, góður sundmaður og afar fær í handahlaupi sem kom honum vel á flótta sínum undan yfirvaldinu. Hann var vel læs og jafnframt mjög hagur á hönd. Til eru haganlega gerðar tágakörfur (í einkaeigu og á söfnum) sem eru eftir hann þar sem hann skildi oft körfur eftir hjá þeim sem höfðu lagt honum lið.

Halla Jónsdóttir fæddist í Súgandafirði um 1720 og var ekkja í Miðvík í Aðalvík þegar talið er að Eyvindur hafi sest að hjá henni. Halla þótti ekki fríð og frekar sviplítil og var ólæs.

Dómskjöl sýna að þau hafa átt börn í útlegðinni sem dóu ung en Eyvindur átti einn son áður en hann lagðist út. Leiði Fjalla-Eyvindar og Höllu er merkt á Hrafnsfjarðareyri.

Myndasafn

Í grend

Arnarvatnsheiði og Tvídægra
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatn ...
Reykjavatn
Reykjavatn er í jaðri Hallmundarhrauns suðaustan Arnarvatnshæða og u.þ.b. 10 km norðan Eiríksjökuls.   Það tilheyrir ekki beinlínis Arna ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )