Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Franzhellir Eyvindarhola

Franzhellir er um 15-20 mínútna gang austan við Reykjarvatn, sem er við dvalarstað seinasta  d10629180f2de108031ec68bb0108cee útilegumannsins á Ísandi, Franzhelli, eða Eyvindarholu.

Eyvindur Jónsson fæddist árið 1714 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Hann var elstur tíu systkina og þótti greindur, ráðkænn, góður sundmaður og afar fær í handahlaupi sem kom honum vel á flótta sínum undan yfirvaldinu. Hann var vel læs og jafnframt mjög hagur á hönd. Til eru haganlega gerðar tágakörfur (í einkaeigu og á söfnum) sem eru eftir hann þar sem hann skildi oft körfur eftir hjá þeim sem höfðu lagt honum lið.

Halla Jónsdóttir fæddist í Súgandafirði um 1720 og var ekkja í Miðvík í Aðalvík þegar talið er að Eyvindur hafi sest að hjá henni. Halla þótti ekki fríð og frekar sviplítil og var ólæs.

Dómskjöl sýna að þau hafa átt börn í útlegðinni sem dóu ung en Eyvindur átti einn son áður en hann lagðist út. Leiði Fjalla-Eyvindar og Höllu er merkt á Hrafnsfjarðareyri.

Myndasafn

Í grend

Arnarvatnsheiði og Tvídægra
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarna…
Reykjavatn
Reykjavatn er í jaðri Hallmundarhrauns suðaustan Arnarvatnshæða og u.þ.b. 10 km norðan Eiríksjökuls.   Það tilheyrir ekki beinlínis Arnarvatnsheiði en…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )