Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarvatnsheiði og Tvídægra

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði. Þessar grónustu heiðar landsins eru meðal fegurstu og friðsælustu svæða þess og þar hafa margar fjölskyldur átt ógleymanlegar stundir í útilegum og veiðiferðum.
Á Arnarvatnsheiði er mikill fjöldi veiðivatna, s.s. Arnarvatn stóra, Úlfsvatn, Réttarvatn, Reykjavatn, Krókavatn, Mordísarvatn, Krummavatn, Veiðitjörn, Gunnarssonavatn, Hlíðarvatn, Arfavötn, Arnarvatn litla, Stóralón, Hávaðavötn og Urðhæðavatn.

Mordísarhæð (553m) er sunnarlega í Arnarvatnshæðum og samnefnd vatn suðvestan hennar. Það er nokkuð stórt og án afrennslis. Umhverfi þess er góðurlaust og engin veiði er í því. Vegurinn að Arnarvatni stóra liggur með því vestanverðu.

Á Tvídægru, sem er votlend og ill yfirferðar, eru líka mörg vötn, s.s. Flóavatn, Krókavatn og Langavatn.

Hún er m.a. vettvangur Heiðarvígasögu, þar sem hún fékk nafn sitt. Ýmsar ár renna frá Tvídægru, s.s. Þorvaldsá, Núpsá og Vestuá til Miðfjarðar, Hrútafjarðará til Hrútafjarðar og Kjarrá til Borgarfjarðar.

Í flestum vötnunum er mikil fiskisæld og einhver veiði í þeim öllum og þar hafa Borgfirðingar og Húnvetningar stundað veiði frá örófi alda. Veiðin var stunduð jafnt með dorg og netum, bæði vetur og sumar, enda geysileg búbót, þegar hart var í ári. Vetrarveiði féll niður um tíma, en nú orðið leggja æ fleiri leið sína á þessar fögru slóðir til að dorga í gegnum ís. Flest vatnanna eru grunn og gruggast í stormi. Fuglalíf er mikið á heiðinni og þar var mikil grasatekja fyrrum. Sekir menn áttu oft bólstaði á heiðinni eins og lesa má um í Grettissögu. Nokkrar leiðir liggja yfir þessi heiðalönd.
Þessar leiðir eru einungis ætlaðar jeppum. Að sunnan er farið frá Kalmanstungu yfir Strútsháls, Hallmundarhraun og Þorvaldsháls að Arnarvatni. Þangað liggja leiðir líka að norðan upp Víðidal og Vatnsdal. Frá Arnarvatni er hægt að aka austur um Stórasand út á Kjalveg norðan Sandkúlufells.

Myndasafn

Í grend

Arnarvatn hið stóra
Arnarvatn hið stóra er í 540 m hæð yfir sjó, 4,3 km², alldjúpt og vogskorið. Við eina aðalvíkina, Sesseljuvík áttu Húsfellingar veiðis ...
Arnarvatn litla
Arnarvatn litla er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu. Það er 2,15 km², fremur grunnt og í 440 m hæð yfir sjó. Í það rennur Krummavatnslæk ...
Grunnuvötn
Grunnuvötn eru suðvestan Úlfsvatns á Arnarvatnsheiðinni. Vatnið er eiginlega eitt, en talið tvö vegna þess, að það er nær sundurslitið ...
Gunnarssonavatn
Gunnarssonavatn er á norðurmörkum Mýrarsýslu. Stærð þess er 2,38 km², það er grunnt og það er í 541 m hæð yfir sjó. Gunnarssonavatnsl ...
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan.Þessi svæði er ...
Hávaðavötn
Hávaðavötn eru á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu drjúgan spöl norður af Úlfsvatni. Stærð þeirra er 1,9 km², þau eru grunn og í 455 m h ...
Hólmavatn
Hólmavatn er í Sauðaneshreppi á Langanesi í N-Þingeyjarsýslu. Það er 0,5 km², grunnt og í 20 m hsjó. Í það rennur lækur frá Skiphóla ...
Kleppavatn- Fiskivatn
Þessi vötn tilheyra Hvítársíðu í Mýrarsýslu. Kleppavatn er 0,76 km², grunnt og í 398 m hæð yfir sjó. Fiskivatn er litlu norðar og fær ...
Kvíslavatn nyrðra
Kvíslavatn nyrðra er á Arnarvatnsheiði, 4 km norðvestur frá Úlfsvatni. Það er 2,6 km², grunnt og í 429 m hæð yfir sjó. Urðhæðarvatnsl ...
Langavatn
Langavatn er á Tvídægru í Þverárhlíðarhreppi í Mýrarsýslu. Það er 1,7 km², grunnt og gruggast gjarnan og í 413 m hæð yfir sjó. Lang ...
Nautavatn – Breiðavatn
Lítið rennur til þeirra ofanjarðar, en Breiðavatnskvísl rennur frá þeim í gegnum nokkra vatnspolla og til Kjarrár. Drjúg gönguleið er til ...
Réttarvatn
Réttarvatn er á mörkum V.-Húnavatnssýslu og Mýrarsýslu, en mestur hluti þess er í hinni síðarnefndu. Stærð þess er 2,1 km², dýpst 2 m ...
Reykjavatn
Reykjavatn er í jaðri Hallmundarhrauns suðaustan Arnarvatnshæða og u.þ.b. 10 km norðan Eiríksjökuls.   Það tilheyrir ekki beinlínis Arna ...
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur ...
Stórisandur
Stórisandur er hæðótt og lítt gróið svæði í 700-800 m hæð yfir sjó norðan Langjökuls í Vestur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið er ha ...
Úlfsvatn
Úlfsvatn er á Arnarvatnsheiði. Það er 3,85 km², fremur grunnt og í 434 m hæð yfir sjó. Það er annað stærsta vatnið á heiðinni og í ...
Urðarhæðavatn
Urðarhæðavatn er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu, örskammt norðvestan Úlfsvatns. Það er 2,3 km², grunnt og í 447 m hæð yfir sjó. Urð ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )