Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miðfjarðará

Veiði á Íslandi

Þetta er samnefni mikils veiðisvæðis, sem samanstendur af Austurá og Núpsá, sem renna saman og  heldur vatnsfallið Austurárnafninu. Síðan fellur Vesturá í Austurá og heitir áin þar eftir Miðfjarðará og er þá orðin að töluverðu vatnsfalli, sem fellur út í Miðfjörð. Alls er veitt á tíu stangir á svæðinu, sem er eitt hið nafntogaðasta á landinu. Veiðimenn gista í afburðaveiðihúsi, Laxahvammi, og geta fengið leiðsögumenn ef þeir kjósa. Þetta er sum sé ein af lúxusánum. Óvíða hefur hver stöng jafn mikla bakkalengd og jafn marga veiðistaði út af fyrir sig.

Nokkur niðursveifla hefur þó verið í veiði síðustu sumur, en fiskifræðingar telja líklegt að uppsveifla geti verið á næsta leyti.

Síðustu sumur hafa verið að veiðast þetta 650 til 1000 laxar, en á góðum sumrum er áin að gefa vel yfir 1000 laxa og bestu sumur hafa skilað hátt í 1800 fiskum. 2004 fór Miðfjarðará yfir 2200 laxa.
2022 fór veiðin í 1522 laxa.

Leyfðar eru tvær stangir á silungasvæðin Miðfjarðarár og eru þær seldar saman. Veiðisvæðið nær frá brú á þjóðvegi 1 niður að árósum.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 230 km .

Það er önnur Miðfjarðará sem er á Austurlandi

Myndasafn

Í grennd

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )