Tínist til á heiðalöndum uppi af Húnaflóa og fær auk þess talsvert vatn úr Miklagili, sem kemur úr Snjófjöllum. Hrútan er góð laxveiðiá sem gefur venjulega á bilinu 200 til 300 laxa á sumri, en veitt er á 2-3 stangir. Veruleg sjóbleikjuveiði í ánni neðanverðri er góður bónus. Síká er vatnslítil og á sér uppruna á svipuðum slóðum og Hrútan. Aðeins er veitt á flugu á svæðinu og er hún ein fjögurra laxveiðiáa á Íslandi þar sem aðeins fluga er leyfð, hinar eru Vatnsdalsá, Straumfjarðará og Haffjarðará. Gott veiðihús, þar sem menn sjá um sig sjálfir, er við ána, en leigutaki er fyrirtækið Strengir.
Laxveiðin i Hrútafjarðarará og Síká hefur faið yfir 600 laxa með 3 stöngum á dag!!! (Mikil uppsveifla síðustu ára)