Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarvatn hið stóra

Arnarvatn Stóra

Arnarvatn hið stóra er í 540 m hæð yfir sjó, 4,3 km², alldjúpt og vogskorið. Við eina aðalvíkina, Sesseljuvík áttu Húsfellingar veiðistöð. Úr henni fellur Austurá. Hólmavík heitir suðausturhluti vatnsins og í hana fellur Skammá úr Réttarvatni. Norðausturflóinn heitir Atlavík. Það er mikið af bleikju og urriða í vatninu en eins og jafnan veiða menn mismikið. Veiðileyfin gilda á öllu svæðinu og í efsta hluta Austurár. U.þ.b. þriðjungur aflans er urriði. Best er að renna á morgnana og kvöldin. Tjaldstæði eru víða ágæt við og gisting í skála og sumarhúsum eru við vatnið. Vegurinn frá Laugarbakka er fær flestum aldrifsbílum og leiðin frá Kalmanstungu í Borgarfirði er erfið í vætu. Það er ekki hægt að aka meðfram vatninu.Flugvöllur er merktur sunnan Sesseljuvíkur.

Arnarvatn var snemma frægt í sögunni fyrir mikla veiði og þar höfðust oft við útlagar. Grettistangi gengur út í vatnið að norðaustan. Þar eru kofarústir, sem vert er að skoða.

Svartarhæð (593m) er allstór hæð sunnan Arnarvatns stóra. Sumir telja hana ná alla leið suður að Krókavatni, en aðrir segja nafnið aðeins ná yfir hlutann næst Arnarvatni. Hæðin er lítt gróin, aðeins sést í nokkrar mosaþembur. Leggjarbrjótstjarnirnar fjórar eru vestan hennar og Leggjarbrjótslækur rennur frá þeim.

Vegalengdin um Laugarbakka frá Reykjavík er u.þ.b. 232 km um Hvalfjarðargöng og 55 km frá Laugarbakka. Sé ekið um Kaldadal er vegalengdin u.þ.b. 200 km frá Reykjavík.

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )