Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarvatn litla

Arnarvatnsheiði

Arnarvatn litla er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu. Það er 2,15 km², fremur grunnt og í 440 m hæð yfir sjó. Í það rennur Krummavatnslækur úr Arfavötnum að norðan. Útfallið til næstu vatna er til suðurs.

Stór og góður silungur er í vatninu, bæði bleikja og urriði. Netaveiði hefur verið stunduð í vatninu til að halda stofninum í skefjum. Arnarvatn litla er nokkuð miðsvæðið í veiðivatnaklasa heiðarinnar. Nokkru austan við það, í Álftakróki, er leitarmannaskáli. Sæmilega jeppafært er að vatninu.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )