Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyvindarkofaver

Eyvindarkofaver er grösugt mýrlendi austan Þjórsár, umkringt melöldum og þakið fjölda tjarna. Helzti gróður er stör, brok, burnirót, smjörgras, loð- og gulvíðir. Þar eru líka álftir, gæsir, endur og vaðfuglar. Útsýni til fjalla umhverfis er mikið, einkum til Hofsjökuls og Arnarfellssvæðisins. Eyvindarkvísl fellur um verið, að mestu í tveimur kvíslum, sem eiga upptök sín austur á öræfunum, þar til þær sameinast ofarlega í því. Hin forna Sprengisandleið lá um verið. Norðarlega í því, rétt við leiðina fornu, er kofarúst Fjalla-Eyvindar á lindarbakka og berangri, þar sem er allvotlent. Lindavatn rennur undan rústunum á þrjá vegu og fannst talsvert af hrossa-, kinda og fuglabeinum í einni þeirra.

Daniel Bruun rannsakaði rústirnar 1897 og árið 1953 gerði Gísli Gestsson hið sama. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að kofarnir hefðu verið fjórir eða fimm, séu göng talin með. Svo virðist, að byggt hafi verið yfir lind rétt við tóttirnar. Enn þá sést vel fyrir rústunum. Til skamms tíma komust jeppar gömlu leiðina og slóð liggur af Ölduleiðinni vestan Hágangna niður í Eyvindarver.

Eyvindarhola Franzhellir, sem er um 10 -20 mínútna ganga austan við Reykjavatn sem er á Arnavatsheiði.

Myndasafn

Í grennd

Arnarfell hið mikla
Arnarfell hið mikla (1143m) er skriðjöklum girt í Hofsjökli suðaustanverðum. Það sést víða að, hömrótt efst og skriður neðst. Suðurbrekka fjallsins he…
Hofsjökull
Hofsjökull (1760m) er 925 km² hveljökull á miðhálendinu miðju, kenndur við Hof í Vesturdal í Skagafirði. Fyrrum var hann nefndur eftir Arnarfelli hin…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…
Þjórsá
Mynd Urriðafoss Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru Hal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )