Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofsjökull

Hofsjökull

Hofsjökull (1760m) er 925 km² hveljökull á miðhálendinu miðju, kenndur við Hof í Vesturdal í Skagafirði.

Fyrrum var hann nefndur eftir Arnarfelli hinu mikla og hét Arnarfellsjökull. Hann er þriðji stærsti jökull landsins. Samkvæmt mælingum, sem Helgi Björnsson gerði á jöklinum, hvílir hann á stóru eldfjalli með geysistórri og djúpri, ísfylltri öskju.

Hofsjökull er tiltölulega brattur og þar af leiðandi verða ferðamenn að gæta sín vel á sprungum. Meðal hinna mörgu og misstóru skriðjökla, sem ganga niður frá jökulhvelinu eru Múlajökull, Þjórsárjökull, Klakksjökull, Nauthagajökull, Blautukvíslarjökull, Blágnípujökull, Sátujökull og fleiri, sem eru nafnlausir. Ólíkt Langjökli, kemur mikið vatn frá Hofsjökli á yfirborði, s.s. Blanda, Jökulsár eystri og vestari, Jökulfall og Þjórsá. Blönduvirkjun, Sultartangavirkjun og Búrfellsvirkjun eru byggðar að öllu leyti og að hluta á vatnsbirgðunum, sem eru bundnar í ísmassa jökulsins. Hofsjökull á sér lítinn nafna austan Vatnajökuls við jaðar Lónsöræfa.

Blágnípa (1068m) er stapi undir jöklinum vestanverðum, þó einkum að suðvestan. Norðantil eru eldstöðvar, sem hafa skapað hraun undir jökulurð norðan þess. Vestan fjallsins er mýrlendið Blágnípuver. Þar er illt yfirferðar um smávötn og læki. Þar safnast fjöldi álfta í sárum sumar hvert. Álftavellir eru ofan versins. Landslag bendir til, að stórt stöðuvatn hafi verið, þar sem verið er nú. Úr verinu rennur Blágnípukvísl í Jökulfall við Gýgjarfoss.

Gönguleiðir á jöklinum liggja í allar áttir. Þær byggjast á ferðaáætlunum viðkomandi göngumanna, sem eru vitaskuld búnir að skipuleggja þær í þaula áður en haldið er af stað. Auk nauðsynlegs útbúnaðar verður að kanna sprungusvæði á leiðunum með því að fá örugg hnit hjá kunnugum (4×4; Fjallaleiðsögumenn; JÖRFI o.fl.).

Myndasafn

Í grennd

Ingólfsskáli
Ingólfsskáli, sem var byggður 1978, stendur norðan Hofsjökuls í Lambahrauni skammt vestan  (u.þ.b. 800 m.y.s). Ekinn er vegur F72 upp úr Vesturdal …
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Laugafell-Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við f…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…
Vesturdalur
Vesturdalur í Skagafirði er í miðju þriggja dala suður úr Skagafirði. Hann er búsældarlegur nyrzt með góðu undirlendi og hálsum og sunnar er hann hlíð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )