Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vesturdalur

Vesturdalur í Skagafirði er í miðju þriggja dala suður úr Skagafirði. Hann er búsældarlegur nyrzt með góðu undirlendi og hálsum og sunnar er hann hlíðagróinn og þar er ágætt beitiland. Hofsá rennur um dalinn framanverðan og sameinast Vestari-Jökulsá undan Goðdölum.

Nokkrir bæir eru enn þá í dalnum, en fyrrum náði byggðin mun sunnar, þar sem sjást enn þá merki um bæi. Daníel Bruun kannaði dalinn 1897 og fann rústir ellefu bæja. Hann taldi sögusagnir um eyðingu byggðarinnar vegna svartadauða rangar og hún hafi lagzt af smám saman, þegar landkostir rýrnuðu. Mestar jarðanna eru kirkjustaðurinn Goðdalir, Hof og Bjarnastaðahlíð. Vegur liggur fram dalinn, upp Þorljótsstaðafjall og yfir brú á Austari-Jökulsá að Laugafelli og þaðan suðaustur á Sprengisandsleið.
Hraunþúfuklaustur Vegur liggur fram dalinn, upp Þorljótsstaðafjall og yfir brú á Austari-Jökulsá að Laugafelli og þaðan suðaustur á Sprengisandsleið.

Myndasafn

Í grennd

Austurdalur í Skagafirði
Austurdalur í Skagafirði er næstum 50 km langur. Hann nær frá ármótum Austari- og Vestari Jökulsáa,  sem Héraðsvötn myndast. Austurdalur er þröngur og…
Laugafell-Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við f…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )