Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þjórsárver

Þetta stóra gróðurlendi (u.þ.b. 150 km²) nær frá Hnífá í suðri alla leið til enda gróðursvæða vestan   Þjórsár og Eyvindar- og Þúfuver austan ár teljast með. Margar kvíslar, sem falla frá Hofsjökli skipta vesturverunum í mörg svæði. Meðal þessara kvísla eru Blautakvísl, Miklakvísl, tvær Múlakvíslar og Arnarfellskvísl. Votlendissvæði, vaxin broki og stinnustör, eru mest áberandi, en þar sem þurrara er ber mest á lágvöxnum grávíði. Gróðurflæmið er mun gisnara en það virðist tilsýndar og mosi vex út um allt. Miklar rústir er að finna í mörgum flám.

Neðsta verið, sunnan Blautukvíslar, heitir Tjarnarver. Næst kemur Oddkelsver að Miklukvísl. Upp úr því rís Oddkelsalda niðri við Þjórsá. Sagt er að útlilegumaðurinn Oddkell hafi verið dysjaður þar með konu sinni. Þá kemur Illaver, blautt og rótlaust. Nyrzt er Arnarfellsver með Arnarfellsöldu neðst. Vestan Arnarfellsmúlanna eru tóttir gæsaréttar á melöldu. Svona réttir voru notaðar til að smala gæsunum í á meðan þær voru í sárum og ófleygar.

Farið var til gæsaveiða reglulega á hverju sumri. Þjórsárver eru talin vera stærstu varpstöðvar heiðagæsarinnar í heiminum. Þangað koma 6000 – 7000 fuglar á hverju sumri og u.þ.b. 20.000 yfirgefa verin, þegar sumri hallar, tæplega þrefalt fleiri en fljúga frá Eyjabökkum. Bæði þessi svæði hafa verið til umræðu vegna uppistöðulóna fyrir virkjanir og miklar umræður hafa spunnizt um þessar framkvæmdir. Þegar er búið að sökkva hluta Þjórsárvera í tengslum við Kvíslaveitur á Sprengisandi. Landsvirkjun hefur lagt talsvert vegakerfi vestan hinnar svonefndu Ölduleiðar frá Þveröldu sunnanverðri vegna mannvirkjagerðar.

Nautalda (669m) er vestan Nauthaga, þar sem eru nokkrar laugar (20°-45°C). Norðan öldunnar eru einnig laugar. Vestan Hjartarfells er Nauthagajökull. Arnarfellsvegur liggur um laugarnar í Nauthaga og suðaustan í öldunni á suðurleið að Sóleyjarhöfðavaði. Vestan Þjórsár liggur leiðin um Eyvafen til Þjórsárdals. Bækistöð rannsókna lífríkis Þjórsárvera var austan undan öldunni á árunum 1971-76. Þá þegar voru uppi áform um að sökkva verunum vegna virkjunar við Norðlingaöldu.

Flugmann Vængja fóru fjölda ferða með  vísendamenn til að kanna Nautöldu.
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi uppýsinga-vefinn nat.is .

Nafn öldunnar er dregið af fundi tveggja nauta árið 1847. Þau höfðu týnzt í flutningi frá Kirkjubæjarklaustri, þegar eigandi þeirra, Jón Guðmundsson, ritstjóri, fluttist þaðan til Reykjavíkur. Í árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1920 segir Þorsteinn Bjarnason, að séra Jón Austmann hafi átt þau og þau hafi glatazt, þegar hann fluttist úr Skaftafellssýslu í Borgarfjörð.

 

Myndasafn

Í grennd

Arnarfell hið mikla
Arnarfell hið mikla (1143m) er skriðjöklum girt í Hofsjökli suðaustanverðum. Það sést víða að, hömrótt efst og skriður neðst. Suðurbrekka fjallsins he…
Eyvindarkofaver
Eyvindarkofaver er grösugt mýrlendi austan Þjórsár, umkringt melöldum og þakið fjölda tjarna. Helzti gróður er stör, brok, burnirót, smjörgras, loð- o…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )