Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gjábakki

Þingvellir

Gjábakki er eyðibýli í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar. Leiðin  um Hrafnabjargarháls að Reyðarbarmi um Reyðarskarð og þaðan um Laugarvatnsvellir að Laugarvatni, hefur tvo aðdraganda frá þjóðgarðinum, svokallaða Ólafsbraut frá þjónustumiðstöðinni og Vatnsviks- eða Vatnsvíkurleið frá eða Þingvallabænum. Þessi vegur var niðurgrafinn og heldur ókræsilegur, þótt fjölfarinn væri á sumrin, en hann var bættur að einhverju leyti a.m.k. sumarið 1999 vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda vegna 1000 ára kristni á þingvöllum í júli árið 2000. Á Hrafnabjargahálsi, þar sem hæst ber er frábært útsýni yfir þingvallavatn og hluta lægðarinnar. Árin 2008-09 var hann sneiddur suður á Lyngdalsheiði til Laugarvatns.

Tintron. Rétt norðan vegar þar er lítil gígkeila með opi í toppi. Þetta er klepragígurinn eða hraunketillinn Tintron, rétt sunnan undir Litlu-Dímon. Hann er hyldjúpur og myrkur. Talið er, að hann hafi myndazt við sjóðheitt gufuútstreymi, líkt og Eldborgir í Lambahrauni. Nær veginum er hellir hjá Taglaflöt. Hann er allt að 400 m langur. Á þessum slóðum er gjarnan gengið til rjúpna á veturna og þarna er upplagt að setjast á snjósleðana og bruna á vit ævintýranna að fjallabaki. í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar.

Á Hrafnabjargahálsleið, þar sem hæst ber, er frábært útsýni yfir þingvallavatn og hluta lægðarinnar.

Myndasafn

Í grennd

Bláskógar
Landið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar að fornu. Landnáma telur Skálabrekku vera í  Bláskógum. Þar er einnig getið Grímkels goða í Bláskóg…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þingvellir eydibýli í Þingvallasveit
Arnarfell var hjáleiga frá Þingvöllum, sem hafði afnot af fellinu og spildu norðan þess við vatnið og var  góð veiðijörð. Enn þá sést móa fyrir grjótg…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )