Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingvellir eydibýli í Þingvallasveit

Þingvellir

Arnarfell var hjáleiga frá Þingvöllum, sem hafði afnot af fellinu og spildu norðan þess við vatnið og var  góð veiðijörð. Enn þá sést móa fyrir grjótgarði, sem var hlaðinn til að girða fellið af. Líklega hefur Fornasel verið sel frá Þingvallabænum. Hjáleigan var ekki stöðugt í ábúð. Árið 1934 fékk Matthías Einarsson, læknir, erfðafestuábúð þar og flutti til sín hreindýr frá Austurlandi en þau drápust öll.

Böðvarshóll er hóll austan Gjábakkastígs upp hraunið frá Vellankötlu. Þar er sagður hafa staðið samnefndur bær og undir hólnum sunnanverðum er fjárhústótt. Sé gengið þaðan beint upp brekkuna, er komið að gamla Þingvallahellinum eystri, þegar Nesjaey ber í Skeggja í Henglinum. Arnarfellsbóndinn hafði fé sitt í þessum helli, sem er víður, lágur og blautur.

Grímsstaðir. Suður af Svartagili, miðleiðis að Brúsastöðum, eru rústir eyðibýlis. Talið er, að Grímur hinn litli, sem fóstaði Hörð Grímkelsson, hetjuna úr Harðar sögu og Hólmverja.

Á Hrafnabjörgum. Norðvestan Hrafnabjarga er sagður hafa verið hálf- eða þriðjungskirkjustaður, sem er ólíklegur kirkjustaður vegna vatnsleysis á þessum slóðum.

Hrauntún var sunnan Sleðaáss. Halldór Jónsson reisti þar bú 1830 á rústum kots, sem talið er hafa farið í eyði í fyrri plágunni. Þarna bjuggu þrjár kynslóðir til 1934. Óglöggt sést til rústa Litla-Hrauntúns austur af Víðivöllum og Stóragili í Ármannsfelli.

Skógarkot. Greinilegar rústir þessa býlis sjást undir Sjónarhóli austan Þingvallabæjarins. Stígur liggur þangað úr Vallakrók hjá Furulundi og gamli vegurinn yfir hraunið lá sunnan túns Skógarkots. Vatn þraut oft í brunninum í túninu. Þarna var búið til 1936.

Hallshellir, 60 m langur og 20 m breiður með tveimur afhellum, var nefndur eftir enska rithöfundinum Hall Caine, sem kannaði hann ásamt Birni M. Ólsen og Jóni Stefánssyni. Hellirinn fannst 1903 og í honum eru þrír hlaðnir grjótgarðar.

Vatnskot stóð utan við Vellankötlu á vatnsbakkanum í landþrengslum. Ábúendur lifðu aðallega af veiði í vatninu. Símon D. Pétursson, smiður, og Jónína Sveinsdóttir settust þar að 1912 og bjuggu lengst allra í þjóðgarðinu, til 1966.

Þórhallastaðir. Rústir þessa bæjar eru undir Ölkofrahóli, suðaustan Skógarkots. Þar er brunnur og smátún. Ölkofradalur er djúp hraunkvos vestan hólsins. Þar er vatnsstæði, sem þornar í þurrkum. Ölkofri, öðru nafni Þórhallur sem seldi þingheimi bjór á sínum tíma og brenndi Goðaskóg, bjó þar. Talið er, að stóraplága hafi lagt Þórhallastaði í eyði og Skógarkot hafi byggzt eftir hana.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Bláskógar
Landið umhverfis Þingvallavatn var nefnt Bláskógar að fornu. Landnáma telur Skálabrekku vera í  Bláskógum. Þar er einnig getið Grímkels goða í Bláskóg…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Þingvellir
Leyfilegt er að tjalda á tveimur svæðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á Leirum í kringum þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og í Vatnskoti við Þingvalla…
Þingvallavatn
Þingvallavatn er stærst stöðuvatn á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi 4.dýpsta vatn landsins. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjáv…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )