Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Botnssúlur

Botnssúlur eru þyrping tinda útdauðrar megineldstöðvar inn af Botnsdal í Hvalfirði og skamman veg frá Þingvöllum. Hæsti tindurinn er 1095 m hár og hinn nyrzti er lægstur en samt illkleifastur. Útsýni af Botnssúlum er frábært á góðum degi en gæta verður allrar varúðar við fjallgönguna á mjóum rimum og í sísnævi. Fjallgangan tekur u.þ.b. þrjá tíma.

Milli Botnssúlna og Ármannsfells liggur gömul alfaraleið um Gagnheiði. Þá liggur leið vestan Botnssúlna, Leggjabrjótur fram hjá Sandvatni niður í Brynjudal eða Botnsdal. Þessar gönguleiðir er bezt að hefja við Svartagil í Þingvallasveit, ef haldið er af stað þeim megin. Þessar gömlu leiðir er orðin allfjölfarin á ný, því að gengið er um fagurt land að Hvalvatni niður í Hvalfjörð eða áfram með Veggjum að Eiríksvatni og niður í Skorradal eða jafnvel í Lundareykjadal.

Vinsæl gönguleið liggur um Kjöl (787m), milli Þingvallasveitar og Hvalfjarðar, vestan Botnssúlna. Hefjist gangan í Hvalfirði, er lagt í hann frá Fossá við mynni Brynjudalsvogar.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúp ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )