Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svartagil Þingvallasveit

Svartagil er eitt margra eyðibýla í Þingvallasveit. Bærinn, sem síðast var búið í, brann árið 1967. Hann   var eitt margra afbýla Þingvallastaðar. Byggð þeirra var stopul, því ekki var landgæðum fyrir að fara í hrauninu. Svartagil er við vestanverðar rætur Ármannsfells og 7 km þaðan til Þingvallabæjar. Leiðin heim á hlað liggur af aðalveginu upp á Kaldadal til vinstri nálægt Skógarhólum. Göngur á Botnsúlur hefjast alla jafna frá Svartagili og meðalgöngutíminn er 3 klst. á toppinn. Gömul gönguleið er frá bænum í Skorradal.

Skógarhólar, sem voru nálægt útbýlinu Múlakoti, voru lengi notaðir til hestamóta með tilheyrandi aðstöðu. Landsmót voru haldin þar árin 1970 og 1978 og önnur minni fyrr og síðar. Eitt hestahólfanna, sem var notað á mótunum, var inni á landi Svartagils.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )