Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Öxará

Öxarárfoss

Öxará á upptök í Myrkavatni milli Leggjarbrjóts og Búrfells. Hún liðast um Öxarárdal og yfir  Biskupsbrekkuhraun , þar sem hún hefur flæmzt um og skilið eftir aura vítt og breitt. Efrivellir eru orðnir til vegna framburðar hennar en þar hefur áin fallið suður með hraunjaðrinum og Þingvallatúni út í vatnið.

Við Brennugjá myndaðist Öxarárhólmi eða Einvígishólmi og á fyrri hluta 16. aldar urðu hólmarnir fleiri. Áin var að mestu hætt að renna um þessar slóðir á landnámsöld. Miðja vegu milli Almannagjár og Brúsastaða er annar farvegur yfir Kárastaðahraun út í vatnið rétt hjá Skálabrekku. Þar heitir Árfarsgrynning í vatninu.

Sturlunga segir í Haukdælaþætti, að Öxará hafi verið veitt í Almannagjá til að hún félli um Þingvelli. Ketilbjörn landnámsmaður á Mosfelli og menn hans gerðu sér skála við Skálabrekku snemma vors, þegar þeir fóru í landkönnun. Eftir skamma för frá skálanum komu þeir að ísi lagðri á, sem þeir hjuggu vök, sökktu öxi í hana og nefndu Öxará.

Á 12. öld var talið, að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld og henni verið veitt í núverandi farveg til að styttra væri að fara til að ná í drykkjarvatn en í gjárnar lengra í austur. Því má segja, að Öxarárfoss sé einhver fyrsta vatnsveita landsins. Talið er að brú hafi verið byggð yfir ána undan Biskupshólum á 10. öld. Vísað er til dóms sem var kveðinn þar upp yfir guðlastaranum Hjalta Skeggjasyni úr Þjórsárdal.

Áður en núverandi steinbrú var byggð í tengslum við Alþingishátíðina 1930 var haftið undir henni talsvert hærra og Drekkignarhylur ofan hennar miklu dýpri. Það var sprengt niður svo að verulega lækkaði í honum. Þarna var konum, sem höfðu fengið líflátsdóm fyrir misgerðir sínar, drekkt. Þeim var stungið í vaðmálspoka, sem voru þyngdir með steinum og varpað í hylinn. Rannsóknir þykja sanna, að lítt vatnsnúið hraunið, sem áin rennur um, að hún hafi ekki legið um þennan farveg langan tíma. Áin er tíðast vatnslítil en bólgnar oft upp í leysingum. Gæsir verpa í hólmunum og straumendur sjást oft á ánni.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir á Þingvöllum
Aðalaðkomuleiðir til Þingvalla voru Kárastaðastígur um Langastíg niður í Almannagjá, Gjábakkavegur niður á Klukkustíg að austan, Botnsheiðarvegur og G…
Öxarárfoss
Öxarárfoss Á 12. öld var talið, að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld og henni verið veitt í núverandi farveg til að styttra væri að fa…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )