Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Öxarárfoss

Öxarárfoss

Öxarárfoss

Á 12. öld var talið, að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld og henni verið veitt í núverandi farveg til að styttra væri að fara til að ná í drykkjarvatn en í gjárnar lengra í austur. Því má segja, að Öxarárfoss sé einhver fyrsta vatnsveita landsins.
Fossinn, sem er um 12 metra hár, fellur fram af misgengisbrún, þeirri sömu og myndar Almannagjá og telst vera skil á milli heimsálfa.
Björn Th. Björnsson listfræðingur segir svo um Öxarárfoss og umgjörð hans: „Þótt Öxarárfoss sé ekki mikill í mælingum, er hann sérkennilega fagur, og ber margt til þess. Hann fellur af jafnri brún og hæfilega breiðri til að ljá honum einkar þokkafull hlutföll. Stórgrýti er undir, en ekki hylur, og veldur það miklum úða. En þannig hagar hér við sól, að síðari hluta dags stendur hún skáhallt eftir gjánni og ljómar upp fosslöðrið, svo fágætt er að sjá. Umgerðin sem gjáhamrarnir mynda er ekki sísti fegurðaraukinn, hvort heldur fossinn er í léttum sumarham eða í klakaböndum að vetri.“

Áður en núverandi steinbrú var byggð, rétt fyrir neðan fossinn, í tengslum við Alþingishátíðina 1930 var haftið undir henni talsvert hærra og Drekkingarhylur ofan hennar miklu dýpri. Það var sprengt niður svo að verulega lækkaði í honum. Þarna var konum, sem höfðu fengið líflátsdóm fyrir misgerðir sínar, drekkt. Þeim var stungið í vaðmálspoka, sem voru þyngdir með steinum og varpað í hylinn. Rannsóknir þykja sanna, að lítt vatnsnúið hraunið, sem áin rennur um, að hún hafi ekki legið um þennan farveg langan tíma.

Myndasafn

Í grennd

Gjárnar á Þingvöllum
Almannagjá er líklega upprunalegt nafn. Framhald hennar er gjárnar Stekkjargjá, Snókagjá og   Hvannagjá, sem teygir sig inn að Ármannsfelli. Samtals e…
Gönguleiðir á Þingvöllum
Aðalaðkomuleiðir til Þingvalla voru Kárastaðastígur um Langastíg niður í Almannagjá, Gjábakkavegur niður á Klukkustíg að austan, Botnsheiðarvegur og G…
Lögberg
Nærri lá, að Íslendingar týndu Lögbergi, en blessunarlega tókst til og þeir fundu það aftur. Sumir halda  þessu fram, en aðrir eru þeirrar skoðunar að…
Öxará
Öxará á upptök í Myrkavatni milli Leggjarbrjóts og Búrfells. Hún liðast um Öxarárdal og yfir  Biskupsbrekkuhraun , þar sem hún hefur flæmzt um og skil…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )