Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson

Þingvellir

Kristnitakan á Íslandi er tímabil í sögu Íslands, þegar lögfest var að allir landsmenn skyldu aðhyllast kristni í stað heiðni. Miðað við tímatal þess tíma var kristnitakan árið 1000, og vanalega er miðað við það, en samkvæmt núgildandi tímatali var hún sumarið 999

Fyrir árið 1000 var kristniboð reynt með misjöfnum árangri á Íslandi þar sem heiðinn siður var enn fastur í sessi. Sumarið 1000 dró til tíðinda á Alþingi á Þingvöllum. Upplausn var yfirvofandi í hinu unga samfélagi þar sem þingheimur hafði skipst í tvær fylkingar heiðinna manna og kristinna. Fylkingarnar höfðu hvor sinn lögsögumann og sögðu sig úr lögum hvor við aðra. Lögsögumennirnir tveir sammæltust um að Þorgeir ljósvetningagoði lögsögumaður heiðinna skyldi ákveða hvaða trú Íslendingar allir skyldu taka. Þorgeir lagðist undir feld og hafðist þar við nóttina og næsta dag. Eftir það gekk hann að Lögbergi og kvað upp þann úrskurð að Íslendingar skyldu taka kristna trú en heiðnir fengju áfram að stunda sína trú þótt leynt skyldi fara.
Þorgeir Ljósvetningagoði hafi sagt þar hverju reiddust guðurnir þegar hraunið rann yfir Þingvelli !!

Myndasafn

Í grennd

Ferðast og Fræðast,
Ferðast og Fræðast Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Nún…
Ljósavatn í Ljósavatnsskarði
Ljósavatn er stöðuvatn, bær og kirkjustaður í Ljósavatnsskarði nærri mynni Bárðardals. Fram að  aldamótunum 1900 var þar þing- og samkomustaður héraðs…
Þingvellir
Þjóðgarðurinn Þingvellir Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )