Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ljósavatn í Ljósavatnsskarði

ljosavatn

Ljósavatn er stöðuvatn, bær og kirkjustaður í Ljósavatnsskarði nærri mynni Bárðardals. Fram að  aldamótunum 1900 var þar þing- og samkomustaður héraðsins og barnaskóli var starfræktur á árunum 1908-14.

Staðurinn er þekktastur fyrir búsetu hins heiðna goða Þorgeirs Þorkelssonar í kringum aldamótin 1000. Árið 1000 stóð Alþingi Íslendinga frammi fyrir ákvörðun um ríkistrú. Flestir voru heiðnir en margir voru kristnir, jafnvel aftur í ættir frá landnámi. Lið beggja trúhópa stóðu með alvæpni á þingi, tilbúnir til að berjast, þegar tókst að ná samkomulagi um að fela Þorgeiri úrskurðarvald í þessu máli. Hann lagðist undir feld og tilkynnti síðan, að allir skyldu skírast til kristinnar trúar. Þetta gekk eftir án blóðsúthellinga og margir voru skírðir á þinginu eða á leiðinni heim.

Þorfinnur máni, landnámsmaður og afi Þorgeirs, settis að á Öxará, sem er syðsti bær í Ljósavatnshreppi, austan samnefndrar ár. Stórar ættir eiga rætur að rekja til Ljósvetninga (Reykjahlíðar-, Skútustaðaættir o.fl.). Jón A. Stefánsson, fyrrum bóndi í Möðrudal, fæddist á Ljósavatni árið 1880.

Ljósavatnsskarð er djúpur og breiður dalur milli Kinnar og Bárðardals að austan og Fnjóskadals að vestan. Melaöldur þvera dalinn austanverðan, en annars staðar er mýrlent hlíðar kjarri vaxnar. Djúpá rennur úr Ljósavatni til Skjálfandafljóts. Fnjóská tekur við Þingmannalæk, sem rennur til vesturs úr skarðinu. Landslagsdrættir benda til þess, að Skjálfandafljót hafi um tíma runnið um skarðið til Fnjóskár.

 

Myndasafn

Í grennd

Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Goðafoss
Goðafoss er einn fegurstu fossa landsins. Hann er steinsnar frá þjóðveginum í hinu 175 km langa Skjálfandafljóti, rétt hjá Fosshóli í mynni Bárðardals…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Ljósavatn
Ljósavatn er 3,2 km², dýpst er 35 m og er í 105 m hæð yfir sjó. Aðrennslið er frá Litlu-Tjarnarvatni og  frárennslið er Djúpá, sem fellur til Skjálfan…
Ljósavatnskirkja
Ljósavatnskirkja er í Ljósavatnsprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Ljósavatn er bær og kirkjustaður  í  . Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilög…
Veiðikortið
Veiðikortið 2024 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða um allt land. Kortið kostar aðeins 9.900 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju…
Þingvellir
Þjóðgarðurinn Þingvellir Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðg…
Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson
Kristnitakan á Íslandi er tímabil í sögu Íslands, þegar lögfest var að allir landsmenn skyldu aðhyllast kristni í stað heiðni. Miðað við tímatal þess …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )