Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ljósavatn

ljosavatn

Ljósavatn er 3,2 km², dýpst er 35 m og er í 105 m hæð yfir sjó. Aðrennslið er frá Litlu-Tjarnarvatni og  frárennslið er Djúpá, sem fellur til Skjálfandafljóts. Veiðileyfi gilda í allt vatnið. Mest er af bleikju, ½-1 pund, og nokkur urriði, sem getur orðið nokkuð stór. Laxi hefur verið sleppt í Djúpá.

Nokkur netaveiði er í vatninu, en líkast til of lítil, því bleikjan er smá og vatnið talið ofsetið. Þjóðvegur nr. 1 liggur meðfram vatninu í Ljósavatnsskarði og hægt er að aka í kringum það.
Veiðitímabilið stendur yfir frá 20. maí til 30. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn
Veiðivörður/umsjónarmenn á staðnum:
Sigurður Birgisson og Hulda Svanbergsdóttir, Krossi GSM: 894-9574 og 868-1975. Helgi Ingason, Vatnsenda GSM: 692-8125 og 464-3249.

KAUPA Veiðikortið

Ljósavatn meira

Vegalengdin frá Reykjavík er um 430 km, 30 km frá Akureyri og 60 km frá Húsavík.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )