Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Norðlingafljót

Norðlingafljót á upptök á hálendinu á Arnavatnsheiði. Það rennur milli Hallmundarhrauns (Gráhrauns)   og Tungu og sameinast Hvítá skammt austan Hraunfossa. Umhverfið er mjög breytilegt, frá hraunbreiðum í gróið land. Í hrauninu er m.a. að finna Surtshellir, sem er lengstur og nafntogaðastur þekktra íslenzkra hella. Hann er í, u.þ.b. 7 km fjarlægð frá Kalmanstungu eftir sama vegi og liggur að ánni.

Miklum fjölda hafbeitarlaxa var sleppt í ána. Meðalstærð laxins sem veiddist í fljótinu, var um 8-10 pund og meðalveiði síðustu ára var um 900 laxar á ári og veitt var á 4 stangir. Vegarslóði, fær öllum bílum, liggur niður að ánni en ganga þarf að flestum veiðistöðum, sem eru margir og dreifðir.

 

 

Myndasafn

Í grend

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )